Grenivíkurvöllur

Grenivíkurvöllur er heimavöllur Íþróttafélagsins Magna. Völlurinn rúmar 5000 manns, þar með talið á þriðja tug bílaflautuleikara þegar Magni á skot í átt að marki andstæðingsins. Austan megin við völlinn er æfingavöllur yngri flokka starfsins sem er á stærð við góðan 5. flokks völl. Sunnan megin við Grenivíkurvöll, á gamla mallarvellinum, verður farið í framkvæmdir á næstu misserum þar sem Björgunarsveitin Ægir og Íþróttafélagið Magni sameinast undir nýtt hús. Í hluta Magna verður búningsaðstaða fyrir knattspyrnuvöllinn, bæði lið og dómara, snyrtingar fyrir áhorfendur og félagsaðstaða. Einnig verður mögulega komið á samnýttum fundarsal. Félagið hefur einnig ákveðið að reisa 360 manna stúku fyrir tímabilið 2018. Sæti verða komin á palla stúkunnar fyrir tímabilið 2019.

Viðar Júlíusson tók þessar myndir af Grenivíkurvelli sumarið 2017. 

 Gunnar Guðmundsson tók þessa mynd af Grenivíkurvelli sumarið 2019.

Lóðasamningur - 1928

Viðbótarlóð - 1932