Stefnur Magna

 

Jafnréttisstefna

Stefna Íþróttafélagsins Magna í málum jafnréttis kynja, kynþátta, fordóma og eineltis.

  1. Íþróttafélagið Magni leggur mikla áherslu á að allir eigi jafnan rétt til þátttöku í íþróttum hjá félaginu og fordæmir fordóma af öllu tagi.
  2. Fordómar eru þegar einhver er áreittur, útilokaður, sniðgengin(n) eða mismunað vegna útlits, uppruna, kynþáttar, litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, skoðana, trúar, fötlunar, efnahags eða annarra aðstæðna.
  3. Félagið beinir því til starfsmanna og þjálfara félagsins að uppfræða iðkendur um að allir hafi jafnan rétt og að þjálfarar ræði við iðkendur um líðan þeirra.
  4. Einnig skal þjálfari fylgjast vel með samskiptum iðkenda sín á milli og grípa inn í telji hann að um fordóma / einelti sé að ræða. Í því sambandi er vakin athygli á eineltisstefnu félagsins þar sem fram koma leiðbeinandi reglur vakni grunur um að slíkt eigi sér stað.
  5. Öll skilaboð sem sýna kynþáttafordóma skulu fjarlægð strax.
  6. Félagið leggur mikla áherslu á að allir eigi sama rétt á að sækja um vinnu hjá félaginu og skulu allar umsóknir metnar með tilliti til þess.
  7. Félagið leggur mikla áherslu á samskipti iðkenda við aðra iðkendur, foreldra, dómara, þjálfara, keppinauta og aðra sem koma að starfinu. Iðkendur skulu sýna heiðarleika og virðingu gagnvart öllum sem koma að starfinu.
  8. Tekið er hart á öllum agabrotum sem lýsa sér í niðrandi ummælum og óíþróttamannslegri hegðun innan vallar sem utan.
  9. Öll hegðun sem stríðir gegn stefnu þessari verður ekki liðin og getur leitt til brottvikningar úr félaginu og til þess að mál séu send til lögreglu.

 

Vinnum saman að því að gera iþróttastarfið enn betra og án fordóma.

 

 Fordómar

Fordómar eru þegar einhver er áreittur, útilokaður, sniðgengin(n) eða mismunað vegna útlits, uppruna, kynþáttar, litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, skoðana, trúar, fötlunar, efnahags eða annarra aðstæðna.

Til að koma í veg fyrir fordóma hvetur Íþróttafélagið Magni iðkendur sína til að:

  • Taka ekki undir með þeim sem lætur í ljós fordóma.
  • Biðja gerandann um að setja sig í spor þess sem hann fordæmir.
  • Fræða gerandann.
  • Koma fram við aðra eins og við viljum að það sé komið fram við okkur.

Muna að þeir standa ekki einir ef þeir verða sjálfir fyrir fordómum. Best er að reyna að finna einhvern sem stendur með sér, veitir stuðning og hægt er að tala við. Það geta verið vinir, foreldrar eða þjálfarinn, einhver sem má treysta.

 

Einelti

Einelti er að ofsækja einhvern með endurtekinni stríðni, illkvittni og uppnefnum eða með ógnandi, árásargjarnri framkomu og útilokun frá félagsskap.

Til að koma í veg fyrir einelti hvetur Íþróttafélagið Magni iðkendur sína til að:

  • Taka ekki þátt í eineltinu.
  • Biðja gerandann að setja sig í spor þess sem hann leggur í einelti.
  • Sýna þeim sem verður fyrir eineltinu stuðning með því að ganga til liðs við hann/hana og mótmæla svona framkomu.
  • Koma fram við aðra eins og við viljum að það sé komið fram við okkur.
  • Muna að aðgerðarleysi frammi fyrir einelti má túlka þannig að eineltið sé samþykkt.

Muna að þeir standa ekki einir ef þeir verða sjálfir fyrir einelti. Best er að reyna að finna einhvern sem stendur með sér, veitir stuðning og hægt er að tala við. Það geta verið vinir, foreldrar eða þjálfarinn, einhver sem má treysta.

Siðareglur Íþróttafélagsins Magna

 

Hlutverk siðareglna (code of ethics) er að veita þeim sem koma að íþróttum almennar leiðbeiningar og vera þeim hvatning. Þær eru hluti af þeim anda sem á að vera ríkjandi í félaginu og þurfa að njóta almenns stuðnings meðal félagsmanna. Þær eru ekki tæmandi, heldur leiðbeinandi og hvetjandi. Aðhaldið felst í almennu viðhorfi til boðskapar reglnanna. Þær þarf að kynna öllum hlutaðeigandi.

IÐKENDUR

Iðkendur Íþróttafélagsins Magna eru hvattir til að..

  • prófa sem flestar íþróttagreinar sem eru í boði hverju sinni innan félagsins.
  • mæta jákvæðir á æfingar og í keppni.
  • gera alltaf sitt besta.
  • fara eftir öllum þeim reglum sem félagið og þjálfarinn setur.
  • bera virðingu fyrir þjálfurum og starfsfólki félagsins.
  • bera virðingu og ganga vel um aðstöðu og búnað félagsins.
  • bera virðingu og ganga vel um búning félagsins.
  • bera virðingu fyrir öðrum iðkendum innan félagsins og í öðrum félögum.
  • borða hollan mat og drekka vatn.
  • fara snemma að sofa.
  • klæða sig miðað við veður þegar æft er úti.
  • særa aldrei neinn með óviðeigandi hegðun.
  • einelti og aðfinnslur í garðs einhvers eru litin mjög alvarlegum augum hvort sem er í hinu daglega starfi eða í gegnum tölvur og síma.
  • mótmæla aldrei dómara.
  • aldrei gera neitt við neinn sem við viljum ekki láta gera við okkur.
  • prófa aldrei tóbak, áfengi eða fíkniefni. Þessi efni skemma líkaman og draga úr árangri. Félagið tekur slíkt mjög alvarlega komið það upp innan félagsins.
  • að gagnrýna ekki dómara í keppni.
  • að tala ekki neikvætt um þjálfara, iðkendur og félagið.
  • að hafa ekki áhyggjur af úrslitum leikja/móta.
  • að hvetja aðra iðkendur og hrósa fyrir góða frammistöðu en forðast það að skammast yfir mistökum.
  • að virða ákvörðun þjálfarans þegar hann velur í hópa/lið.
  • að virða þjálfunaraðferðir þjálfarans og alltaf að reyna að fá sem mest út úr hverri æfingu.

Brot á siðareglum iðkenda eru litin alvarlegum augum og skal bregðast strax við með viðeigandi hætti. Öll ofbeldis- og eineltismál skulu meðhöndluð samkvæmt stefnu félagsins gegn ofbeldi og einelti.

 

FORELDRAR                                

Foreldrar eru hvattir til að..

  • kynna sér starfsemi félagsins með því að heimsækja heimasíðu þess og/eða hafa samband við starfsfólk Íþróttafélagsins Magna.
  • kynna sér verklagsreglur félagsins.
  • kynna sér stefnu félagsins.
  • sýna stuðning með því mæta á æfingar og mót barnanna.
  • vera jákvæð í garð starfsmanna og sjálfboðaliða.
  • tala jákvætt um þjálfara og félagið í áheyrn barnanna.
  • hvetja liðið í leikjum og keppni en ekki einstaklinga, sbr. „Áfram Magni !“ (á sérstaklega við um hópíþróttir) Vera jákvæð og virða rétt allra iðkenda.
  • styðja barnið og hvetja í sinni íþróttaiðkun. Alltaf hafa hugfast að barnið er í íþróttum á sínum eigin forsendum en ekki annarra.
  • spyrja barnið eftir æfingar og keppni: Hvernig gekk? En ekki: Hvernig fór?
  • ræða við börnin mikilvægi þess að fylgja þeim reglum sem eru settar og að bera virðingum fyrir öllum sem að starfinu koma.
  • brýna fyrir börnum sínum mikilvægi þess að borða hollan mat, drekka vatn og fá nægan svefn.
  • vera dugleg að hrósa iðkendum, dómurum, þjálfurum og hvert öðru fyrir þau störf sem viðkomandi vinnur fyrir félagið.
  • sýna starfi félagsins virðingu og vera virkir þátttakendur. Börnin vilja það.
  • gagnrýna ekki dómara í keppni. Margir dómarar hætta að dæma vegna neikvæðrar gagnrýni.
  • tala ekki neikvætt um þjálfara, iðkendur og félagið við aðra foreldra og í áheyrn iðkenda. Allt slíkt tal elur á tortryggni og setur slæman blett á starfið.
  • hafa ekki áhyggjur af úrslitum leikja/móta hjá yngstu iðkendunum.
  • hrósa börnum fyrir jákvæða hegðun og frammistöðu frekar en að gagnrýna þau fyrir eitthvað sem betur mætti fara.
  • kalla skipanir til iðkanda á æfingum og í keppni. Það er hlutverk þjálfara.
  •  virða þjálfunaraðferðir og val í hópa/lið.

Öll ofbeldis- og eineltismál skulu meðhöndluð samkvæmt stefnu félagsins gegn ofbeldi og einelti.

 

 

ÞJÁLFARAR                                

Þjálfarar Íþróttafélagsins Magna skulu..

  • fylgja þeirri stefnu og starfsreglum sem deildin og félagið hefur sett.
  • gæta jafnræðis allra iðkenda hvað varðar kennslu, keppni og athygli.
  • mæta á æfingar og í leiki vel skipulagðir og í viðeigandi klæðnaði.
  • leggja mikla áherslu á að iðkendur beri virðingu fyrir öðrum iðkendum, eigum félagsins, starfsfólki, aðstöðu og búningum félagsins.
  • tala við iðkendur um mikivægi þess að borða hollan mat og fá næga hvíld.
  • ætíð tala gegn notkun vímuefna þegar það á við og benda á neikvæð áhrif þeirra á árangur.
  • átta sig á að þeir eru fyrirmyndir iðkenda, bæði innan vallar sem utan. Hafa það alltaf hugfast.
  • ræða við iðkendur um mikilvægi heiðarleika í íþróttum.
  • leggja áherslu á jákvæða gagnrýni sem mun skila sér í betri árangri.
  • sýna iðkendum sem lent hafa í meiðslum áhuga og umhyggju.
  • aldrei beita iðkanda kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi.
  • aldrei neyta ólöglegra vímuefna og lyfja.
  • aldrei neyta áfengis og tóbaks eða vera undir áhrifum í ásýnd iðkenda.
  • aldrei neyta áfengis og tóbaks eða vera undir áhrifum á vinnutíma.
  • sýna öllum þátttakendum leiksins/mótsins virðingu og þá sérstaklega dómurum.
  • veita öllum iðkendum verkefni við hæfi og öllum jafna athygli óháð kyni, kynþætti, trúarbrögðum og kynhneigð.
  • aldrei lenda í þeirri stöðu að vera einn með iðkanda.
  • aldrei taka að sér akstur iðkenda á æfingar eða í leiki nema með samþykki foreldra.
  • ekki hafa samskipti við iðkendur utan æfinga og leikja nema það tengist starfinu. Undantekning frá þessu er þegar þjálfari og iðkandi tengjast vina- eða fjölskylduböndum óháð iðkuninni.
  • hafa alltaf í huga að heilsa og líðan iðkenda er það sem skiptir mestu máli og skal alltaf njóta vafans.
  • vera duglegir að sækja sér menntunar og endurmenntunar sem tengist þjálfarastarfinu.
  • sjá til þess að frágangur í búningsklefum sé til fyrirmyndar eftir æfingar og leiki. Þetta á bæði við þegar keppt er á heimavelli og útivelli.
  • láta viðeigandi aðila vita strax vakni grunur um að iðkandi sé beittur hverskyns ofbeldi. Því til stuðnings er vakin athygli á stefnu félagsins hvað varðar ofbeldi og einelti. Stefnuna er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins.

Brot á siðareglum þjálfara eru litin alvarlegum augum og geta leitt til brottrekstrar. Öll ofbeldis- og eineltismál skulu meðhöndluð samkvæmt stefnu félagsins gegn ofbeldi og einelti.

 

 

Starfsmenn                               

Starfsmenn Íþróttafélagsins Magna skulu..

  • alltaf hafa í huga að Íþróttafélagið Magni er þjónustufyrirtæki.
  • alltaf vinna að heilindum og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.
  • þjónusta iðkendur og félagsmenn eftir bestu getu.
  • aldrei beita iðkanda kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi.
  • alltaf koma jafnt fram við iðkendur og félagsmenn óháð kyni, kynþætti, trúarbrögðum og kynhneigð.
  • aldrei lenda í þeirri stöðu að vera einn með iðkanda.
  • aldrei taka að sér akstur iðkenda nema með samþykki foreldra.
  • hafa alltaf í huga að heilsa og líðan iðkenda er það sem skiptir mestu máli og skal alltaf njóta vafans.
  • aldrei notfæra sér stöðu sína hjá félaginu til eigin framdráttar.
  • aldrei neyta ólöglegra vímuefna og lyfja.
  • aldrei neyta áfengis og tóbaks eða vera undir áhrifum í ásýnd iðkenda.
  • aldrei neyta áfengis og tóbaks eða vera undir áhrifum á vinnutíma.
  • láta viðeigandi aðila vita strax vakni grunur um að iðkandi sé beittur hverskyns ofbeldi. Því til stuðnings er vakin athygli á stefnu félagsins hvað varðar ofbeldi og einelti. Stefnuna er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins.

Brot á siðareglum starfsmanna eru litin alvarlegum augum og geta leitt til brottrekstrar. Öll ofbeldis- og eineltismál skulu meðhöndluð samkvæmt stefnu félagsins gegn ofbeldi og einelti.

 

Stjórnarmenn                           

Stjórnarmenn Íþróttafélagsins Magna skulu..

  • alltaf vinna að heilindum og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.
  • halda félagsmönnum vel upplýstum og gera þá virka í starfsemi félagsins.
  • vera alltaf til fyrirmyndar í allri hegðun og framkomu.
  • aldrei tala niður starfsemi félagsins opinberlega.
  • þjónusta iðkendur og félagsmenn eftir bestu getu.
  • aldrei beita iðkanda kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi.
  • alltaf koma jafnt fram við iðkendur og félagsmenn óháð kyni, kynþætti, trúarbrögðum og kynhneigð.
  • aldrei lenda í þeirri stöðu að vera einn með iðkanda.
  • aldrei taka að sér akstur iðkenda nema með samþykki foreldra.
  • hafa alltaf í huga að heilsa og líðan iðkenda er það sem skiptir mestu máli og skal alltaf njóta vafans.
  • aldrei notfæra sér stöðu sína hjá félaginu til eigin framdráttar.
  • aldrei neyta ólöglegra vímuefna og lyfja.
  • aldrei neyta áfengis og tóbaks eða vera undir áhrifum í ásýnd iðkenda og þegar starfað er fyrir félagið.
  • aldrei neyta áfengis og tóbaks á sama tíma og starfað er fyrir félagið.
  • láta viðeigandi aðila vita strax vakni grunur um að iðkandi sé beittur hverskyns ofbeldi. Því til stuðnings er vakin athygli á stefnu félagsins hvað varðar ofbeldi og einelti. Stefnuna er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins.

Brot á siðareglum stjórnarmanna eru litin alvarlegum augum og eru tekin fyrir í stjórn félagsins sem ákveða framhald málsins.
Öll ofbeldis- og eineltismál skulu meðhöndluð samkvæmt
stefnu félagsins gegn ofbeldi og einelti.

 

Sjálfboðaliðar                           

Sjálfboðaliðar Íþróttafélagsins Magna skulu..

  • alltaf vinna að heilindum og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.
  • vera alltaf til fyrirmyndar í allri hegðun og framkomu.
  • aldrei tala niður starfsemi félagsins opinberlega.
  • þjónusta iðkendur og félagsmenn eftir bestu getu.
  • aldrei beita iðkanda kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi.
  • alltaf koma jafnt fram við iðkendur og félagsmenn óháð kyni, kynþætti, trúarbrögðum og kynhneigð.
  • aldrei lenda í þeirri stöðu að vera einn með iðkanda.
  • aldrei taka að sér akstur iðkenda nema með samþykki foreldra.
  • hafa alltaf í huga að heilsa og líðan iðkenda er það sem skiptir mestu máli og skal alltaf njóta vafans.
  • aldrei notfæra sér stöðu sína hjá félaginu til eigin framdráttar.
  • aldrei neyta ólöglegra vímuefna og lyfja.
  • aldrei neyta áfengis og tóbaks eða vera undir áhrifum í ásýnd iðkenda og þegar starfað er fyrir félagið.
  • aldrei neyta áfengis og tóbaks á sama tíma og starfað er fyrir félagið.
  • láta viðeigandi aðila vita strax vakni grunur um að iðkandi sé beittur hverskyns ofbeldi. Því til stuðnings er vakin athygli á stefnu félagsins hvað varðar ofbeldi og einelti. Stefnuna félagsins sem er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins.

Brot á siðareglum sjálfboðaliða eru litin alvarlegum augum og eru tekin fyrir í stjórn félagsins sem ákveða framhald málsins.
Öll ofbeldis- og eineltismál skulu meðhöndluð samkvæmt
stefnu félagsins gegn ofbeldi og einelti.

 

Stuðningsmenn                          

Stuðningsmenn Íþróttafélagsins Magna eru hvattir til að..

  • vera alltaf til fyrirmyndar í allri hegðun og framkomu.
  • gæta að orðavali á atburðum tengdum Magna og forðast særandi ummæli.
  • neyta aldrei áfengis og tóbaks eða vera undir áhrifum á viðburðum tengdum félaginu þar sem það er ekki leyfilegt.
  • fylgja þeim umgengnisreglum sem gilda.
  • fylgjast með og passa upp á eign börn séu þau með í för á atburðum tengdum Magna. Ung börn eiga ekki að vera ein á ferð.
  • koma jafnt fram við iðkendur og félagsmenn óháð kyni, kynþætti, trúarbrögðum og kynhneigð.
  • beita aldrei neinn ofbeldi í hvaða formi sem er á atburðum tengdum Magna og í kringum þá.

Brot á siðareglum stuðningsmanna eru litin alvarlegum augum og eru tekin fyrir í stjórn félagsins sem ákveða framhald málsins.
Öll ofbeldis- og eineltismál skulu meðhöndluð samkvæmt
stefnu félagsins gegn ofbeldi og einelti.

 

Uppeldisstefna Yngri flokka hjá Íþróttafélaginu Magna

 

8. flokkur

  • Kynnast knattspyrnunni, boltanum og leiknum
  • Venjast boltanum
  • Að auka hreyfiþroska
  • Fyrstu kynni af knattspyrnu verði jákvæð
  • Æfingar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska.  Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar
  • Æfingar séu skemmtilegar
  • Leikrænir leikir
  • Leikrænir leikir, fáir í hverju liði, með og án markmanns
  • Helstu leikreglur og knattspyrnuhugtök.

Leikfræði:

 

7. flokkur

  • Að auka hreyfiþroska
  • Fyrstu kynni af knattspyrnu verði jákvæð
  • Æfingar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska.  Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar
  • Þjálfun fari fram í leikformi
  • Æfingar séu skemmtilegar

Það sem leikmenn 7. flokks eiga að vera búnir að ná valdi á þegar þeir ganga upp í 6. flokk er:

Tækni

  • Grunntækni í boltameðferð
  • Knattæfingar
  • Knattrak á ýmsa vegu, stefnubreytingar
  • Knattrak með einföldum gabbhreyfingum
  • Einföldustu leikbrellur
  • Innanfótarspyrna – sendingar
  • Móttaka – innanfótar – il, læri
  • Sköllun úr kyrrstöðu

Leikfræði

  • Markskot, skot úr kyrrstöðu og eftir knattrak
  • Helstu leikreglur
  • Leikæfingar, fáir í hverju liði með og án markmanns

 

 6. flokkur

  • Aðaláhersla lögð á þjálfun tæknilegrar færni
  • Kynna einföld leikfræðileg atriði
  • Þjálfun feli í sér þol, kraft og teygjuæfingar
  • Að vekja knattspyrnuáhuga fyrir lífstíð
  • Æfingar séu fjölþættar og skemmtilegar
  • Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd
  • Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu

Það sem leikmenn 6. flokks eiga að vera búnir að ná valdi á þegar þeir ganga upp í 5. flokk er :

Tækni

  • Boltaæfingar- grunntækni
  • Knattrak með einföldum gabbhreyfingum, knattrak þar sem bolta er haldið
  • Leikbrellur
  • Sendingar – innanfótar, bein og innanverð ristarspyrna
  • Sköllun úr kyrrstöðu og eftir uppstökk, halda bolta á lofti
  • Móttaka – stýring með innanverðum fæti
  • Innkast

Leikfræði

  • Markskot, úr kyrrstöðu, eftir knattrak, skot á ferð
  • Þríhyrningsspil
  • Skallatennis – fótboltatennis
  • Leikið 1 á 1 með ýmsum afbrigðum
  • Leikæfingar þar sem fáir eru í liði
  • Hornspyrnur – aukaspyrnur – vítaspyrnur

 

5. flokkur

  • Aðaláhersla lögð á þjálfun tæknilegrar færni
  • Kynna einföld leikfræðileg atriði
  • Þjálfun feli í sér þol, kraft og teygjuæfingar
  • Að vekja knattspyrnuáhuga fyrir lífstíð
  • Æfingar séu fjölþættar og skemmtilegar
  • Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd
  • Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu

Það sem leikmenn 5. flokks eiga að vera búnir að ná valdi á þegar þeir ganga upp í 4. flokk er :

Tækni

  • Sendingar með jörðu og á lofti, innanfótar, innanverð-utanverð og bein ristarspyrna
  • Knattrak;  hratt, þar sem bolta er haldið, með gabbhreyfingum
  • Móttaka jarðarbolta og stýring
  • Móttaka hárra bolta og stýring
  • Knattrak og leikbrellur
  • Tækniæfingar með bolta
  • Sköllun; beint áfram, eftir bolvindu, fljúgandi skalli
  • Gabbhreyfingar, mýkt, hraðar fótahreyfingar, hraðabreytingar
  • Samleikur af ýmsum toga sem lýkur með markskoti

Leikfræði

  • Markskot; eftir knattrak og samspil, skot á ferð, skallað að marki eftir fyrirgjöf
  • Leikið 1 á 1 með ýmsum afbrigðum
  • Skallatennis – fótboltatennis
  • Farið yfir undirstöðuatriði liðssamvinnu – leikæfingar þar sem eru fáir í liði
  • Liðssamvinna - verjast sem lið- sækja sem lið, bjóða aðstoð.
  • Innkast, hornspyrna, aukaspyrna, vítaspyrna.
  • Þríhyrningsspil
  • Leikskilningur - að hlaupa sig frían – hreyfing án bolta.
  • Að dekka andstæðing
  • Að verjast hornspyrnum

 

Tilmæli til iðkenda og foreldra

Eftir 5. flokk þá beinir Íþróttafélagið Magni sínum iðkendum að fara til samstarfsfélags Magna sem í dag er KA, en Íþróttafélagið Magni setur sig alls ekki  upp á móti því að börnin fari í önnur félög. Er þetta gert til að halda börnunum í íþróttinni þar sem Magni hefur ekki nægan fjölda iðkenda til að taka þátt í 11 manna bolta vegna smæðar félagsins.

Íþróttafélagið Magni hvetur foreldra að leiðbeina iðkendum að koma aftur í uppeldisfélagið að loknum 2. flokk eða þegar tækifæri gefst og leikmenn hafa erindi og þroska í meistaraflokks bolta hjá Magna.

 "Einu sinni Magnamaður ávallt Magnamaður"

 

 FORVARNARSTEFNA Íþróttafélagsins Magna

Það er mikilvægt að Íþróttafélagið Magni sé trúverðugt í fræðslu– og forvarnarstarfi þar sem árangur í íþróttum og áfengis– og tóbaksneysla fer ekki saman. Áfengis– og tóbaksneysla á ekki að eiga sér stað í tengslum við íþróttastarf.

Dæmi um það:

Áfengisneysla í tengslum við íþróttakeppni eða æfingar
Reykingar og munntóbaksneysla á íþróttasvæðum
Áfengis – og tóbaksauglýsingar á eða við íþróttasvæði Magna

Afreksfólk í íþróttum er fyrirmynd yngri iðkanda og þarf þess vegna að haga sér í samræmi við það. Afreksfólk þarf að hugsa um siðferði, landslög, skynsemi, gott fordæmi og fleira til þess að fylgja því eftir.

Íþróttafélagið Magni þarf að skapa aðstæður til þess að öll börn og unglingar geti stundað íþróttir, ekki síst á þeim tímum sem hvað mest hætta er á að þeir leiti í „götuhangs“.

Íþróttafélagið Magni fræðir iðkendur sína, bæði börn og unglinga um skaðsemi vímuefna auk þess sem þau fræði sína ungu iðkendur um lyfjamál og bendi þeim á þær hættur sem geta fylgt lyfjanotkun.

 

Stefnumótunarreglur Íþróttafélagsins Magna í vímuvörnum

1. Forvarnargildi íþrótta

Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir barna og ungmenn sýna að þau ungmenni sem eru virk í íþróttastarfi reiðir betur af í námi og neyta síður vímuefna. Einnig sýna rannsóknir að neysla vímuefna og tóbaks hafa mjög neikvæð áhrif á árangur í íþróttum. Íþróttafélagið Magni vill efla enn frekar vímuvarnargildi íþrótta með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu í tengslum við íþróttir.

2. Neysla tóbaks og vímuefna

Öll neysla tóbaks og vímuefna er bönnuð í tengslum við æfingar og keppni á vegum félagins, hvort sem þjálfarar, iðkendur eða fararstjórar eiga í hlut.

 

3. Viðbrögð félagsins við neyslu iðkenda

Félagið mun bregðast sérstaklega við allri neyslu tóbaks og vímuefna iðkenda undir 18 ára aldri og verða foreldrar eða forráðamenn undantekningarlaust upplýstir um slíka neyslu.

Þegar um sjálfráða einstaklinga er að ræða (eldri en 18 ára) mun félagið bregðast við neyslu þeirra á vímuefnum og tóbaki þar sem reglur félagsins eru brotnar (sbr. lið 2) og við neyslu sem hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins.

Viðurlög Íþróttafélaginsins Magna við brot á þessum reglum verða í formi tilmæla og ábendinga. Við ítrekuð brot getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð félagins munu samt ávallt mótast af vilja til að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglum og að hann haldi áfram að starfa innan félagsins.

4. Hlutverk þjálfara

Þjálfarar skulu vinna eftir forvarnarstefnu félagsins, þar með talið að bregðast við vímuefnaneyslu iðkanda á viðeigandi hátt. Félagið mun sjá þjálfurum fyrir fræðslu um áhrif vímuefnaneyslu á árangur í íþróttum sem þjálfarar síðan miðla áfram til iðkenda þegar það á við.

Þjálfarar skulu framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga hjá Grýtubakkahreppi.

5. Samstarf við foreldra

Íþróttafélagið Magni mun upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum. Félagið mun standa að góðu samstarfi við foreldra iðkenda með fræðslu um neikvæð áhrif áfengis og annarra vímuefna á árangur í íþróttum, auk fræðslu til foreldra um þjálfun og æskilegt mataræði íþróttafólks.

Félagið mun starfa náið með fagfólki í vímuvörnum og hafa samráð við foreldra, þurfi að taka á neysluvandamáli iðkenda undir sjálfræðisaldri.

6. Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga

Íþróttafélagið mun hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.

 

 UMHVERFISMÁL OG UMGENGNI 

Í nútímasamfélagi er lögð rík áhersla á umhverfismál. Mikilvægt er því að íþróttafélög gangi á undan með góðu fordæmi og sinni þessum málum af alúð. Íþróttafélagið Magni vill sinna þessu hlutverki sínu vel og mun hafa umhverfissjónarmið og verndun náttúrunnar að leiðarljósi. Jafnframt viljum við að umgengni iðkenda sé ávallt til fyrirmyndar og leggjum við áherslu á mikilvægi góðrar fræðslu þjálfara og leiðbeinenda.

Íþróttafélagið Magni hefur eftirfarandi að leiðarljósi:

  • Að hvetja til sparnaðar í keyrslu og minni mengunar með því sameinast um bíla þegar sækja þarf mót eða kappleiki út fyrir bæjarfélagið.
  • Að hvetja iðkendur til að ganga eða hjóla á æfingar.
  • Að allur pappír sé að öllu jöfnu losaður á séstakar losunarstöðvar.
  • Að ruslafötur séu settar upp á æfinga- og keppnissvæðum.
  • Að áhorfendur og iðkendur séu upplýstir um staðsetningu ruslafatna.
  • Að tiltekt fari fram á svæði eftir æfingar/keppnir eða aðra viðburði Magna
  • Að forðast sé að nota ónauðsynlegar pakkningar.
  • Að hvetja til notkunar á margnota drykkjarbrúsum frekar en ein einnota.
  • Að endurnýtanleg ílát séu flokkuð frá öðru sorpi.
  • Að íþróttasvæðið sé reyklaust.
  • Að börn og unglingar séu hvött til að drekka vatn.
  • Að hugsað sé fyrir aðgengi fyrir fatlaða.

 

Framtíðarsýn Íþróttafélagsins Magna við Grenivíkurvöll

Vinna er hafin við undirbúning vallarhús við Grenivíkurvöll, málið er komið til sveitastjórnar Grýtubakkahrepps sem tekur málið fyrir í Janúar 2018.

Stefnt er að því að byggja stálgrindarhús á malarvelli félagsins í samvinnu við Björgunarsveitina Ægi og Grýtubakkahrepp, Íþróttafélagið Magni mun reisa veglegt vallarhús sem mun standast allar leyfiskröfur KSÍ um mannvirki, vonast er til að framkvæmdir hefjist í ágúst 2018 og ljúki eigi síðar en í apríl 2020.

Áhorfendaaðstöðu er ábótavant á Grenivíkurvelli og hefur stjórn félagsins ákveðið að reisa 360 manna stúku fyrir tímabilið 2018. Grindin verður byggð úr timbri og verða sæti skrúfuð beint ofan á 4 palla sem munu taka 90 manns hver pallur. Einnig verður gott aðgengi fyrir fatlaða í stúkunni. Timburgrindin verður klár fyrir tímabilið 2018 og sæti verða komin á pallana fyrir tímabilið 2019.