Æfingatafla vetrarins

Það er að mörgu að hyggja við uppsetningu á æfingatöflu og komumst við Foreldraráð Magna að þessari niðurstöðu. Æfingarnar í september verða áfram með svipuðu sniði og hafa elstu krakkarnir á Grenivík ennþá möguleika á að mæta á æfingar á meðan við erum úti á grasvelli. Æfingataflan tekur gildi eftir haustfrí í október þegar að við færum okkur inn í Íþróttahús. Stefnan næstu vikur er meðal annars að leikgreina Hattar leikinn með krökkunum, fá æfingu með meistaraflokk Magna, hafa sumarslútt og foreldrafund þar sem verður farið yfir æfingatöfluna og starfið í vetur frekar kynnt.

 


Athugasemdir