Æfingavikan og Íslandsmótsleikir

Mánudagur

Frí í öllum flokkum eftir gott og blautt Króksmót

Þriðjudagur

7. flokkur - 15.00-16.00

8. flokkur - 16.00-16.45

5. og 6. flokkur - 16.45-17.45

Miðvikudagur

7. flokkur - 15.00-16.00

5. og 6. flokkur - 16.00-17.30 - Leikgreining úr leik Magna og KF/Dalvík fyrr í sumar í skólanum fyrsta hálftímann af æfingunni

Fimmtudagur

7. flokkur - 15.00-16.00

8. flokkur - 16.00-16.45

3.-6. flokkur - 20.00-21.00 - Kvöldæfing á aðalvellinum - Elstu krökkunum á víkinni boðið að mæta með

Föstudagur

Úrslitakeppni Íslandsmótsins í A-liðum á Norð- Austurlandi í 6. flokki kvenna. Hópurinn: Aníta, Bríet, Inga Lóa, Kristjana, Móa og Selma. Keppt er á Norðfirði og hefst fyrsti leikur kl. 14.00. Ég vil biðja stelpurnar að hugsa sérstaklega vel um sig í þessari viku þar sem ég tel að Magni eigi raunhæfan möguleika á að standa uppi sem Íslandsmeistarar í A-liðum. Komum sem best undirbúnar í þetta verkefni. Gott væri að sjá Bríeti og Ingu Lóu kíkja á æfingu í vikunni.

Sunnudagur

Magni - Höttur í 5. flokki karla á Íslandsmóti. Síðasti keppnisleikur sumarsins hjá elsta hópnum og stefnum við á að spila leikinn á aðalvellinum með beina útsendingu á Magni TV. Leikurinn hefst kl. 16.00 en mæting er 15.30 klár í upphitun. Hópurinn: Aníta, Birgir, Gabríel, Jóhann, Jón Barði, Móa, Olgeir, Siggi, Smári, Svavar, Tryggvi og Tómas.

Curiomótið - Laugardaginn 24. ágúst

Ég þarf að skrá á Curiomótið á Húsavík en það mót markar lok sumarsins þó æfingar verði mögulega úti eitthvað áfram þar til við förum inn í Íþróttahús. Mig langar til þess að allir okkar iðkendur keppi jafningjaleiki á þessu móti og því er mjög mikilvægt að þið látið mig vita strax ef að ykkar barn kemst ekki svo að við sendum ekki frá okkur of mörg lið frá Magna. Þau sem ég hef skráð sem komast ekki eru: Ari og Natalía. Reiknað með öllum öðrum.


Athugasemdir