Æfingavikan og leikur gegn toppliðinu

Flottur leikur gegn Þór í dag í 5. flokki. Mér fannst krakkarnir vera ákveðnir í varnarleiknum og gáfu fá færi á sér. Þó erfiðlega hafi gengið í sóknarleiknum þá fannst mér við eiga nóg eftir þegar flautað var til leiksloka sem sýndi gott viðhorf og ákveðnina hjá okkur. Það hafa 23 iðkendur spilað leik með 5. flokki í sumar og fengið þar góða reynslu, spennandi tímar framundan næstu sumur hjá þeim sem yngri eru. Mörg af þeim eldri eru að ganga upp úr 5. flokki núna í haust og hvet ég þau til að taka skrefið og halda áfram í fótbolta og æfa í 11 manna bolta. Það skiptir svo miklu máli félagslega og fyrir heilsuna að vera í öflugu íþróttastarfi.

Þriðjudagur

Frí vegna útileiks Magna við Þrótt Reykjavík

Miðvikudagur

5., 6. og 7. flokkur - kl. 15.00-16.15

7. og 8. flokkur - kl. 16.15-17.15

Fimmtudagur

5., 6. og 7. flokkur - kl. 15.00-16.15

7. og 8. flokkur - kl. 16.15-17.15

Föstudagur

Magni - KA í 5. flokki karla á Grenivíkurvelli kl. 16:30. Mæting kl. 16:10 tilbúin í upphitun. Liðið verður tilkynnt á æfingu daginn fyrir leik. Ég minni ykkur og iðkendur á að þetta íslandsmót er fyrst og fremst fyrir þá sem eru í 5. flokki. Enginn sem er í 6. flokk og niður ,,á'' sæti í liðinu og reyni ég að velja besta liðið hverju sinni þar sem við spilum í erfiðum riðli. Mikilvægt að þið látið vita á síðunni í athugasemd hverjir komast ekki á föstudaginn þar sem eitthvað er um meiðsli, einhverjir gefa ekki kost á sér og ferðir suður.

Curiomótið á Húsavík - Sunnudaginn 26. ágúst

Mikilvægt að láta vita ef einhver kemst ekki.


Athugasemdir