Bíómynd og pizzaveisla, Goðamót og sumarmótin

Frá síðustu heimsókn í Magnahúsið.
Frá síðustu heimsókn í Magnahúsið.

Bíómynd og pizzaveisla 

Næstkomandi mánudag ætlum við að hittast í Magnahúsinu og horfa á bíómynd. Foreldraráð Magna býður upp á pizzaveislu! Krakkarnir taka drykk með sér sjálf. Það verða hefðbundnir æfingatímar á undan þennan daginn.

6-8. flokkur - Bíó - kl. 17.15 - 18.45

4-5. flokkur - Bíó - kl. 18.45 - 20.15

 

Goðamót í 6. fl.kk. - 12. - 14. mars

Magni keppir á Goðamóti Þórs næstu helgi. Keppt verður frá einhverntíman á bilinu kl. 14.00 á föstudegi til 15.00 á sunnudegi. Þeir sem eru að fara keppa eru: Angantýr, Ari, Ágúst, Bjartur, Gylfi, Kristófer, Sindri og Valtýr. Ég reikna með að 1-2 foreldrar megi horfa á leiki hjá sínu barni. Nánari upplýsingar koma inn um miðja næstu viku þegar leikjaplanið er komið inn.

 

Æfingaleikur

Ef að veður leyfir og það er laus tími milli leikja/æfinga um næstu helgi ætla ég að reyna að fá æfingaleik á Dalvík fyrir 4-5. flokk. Það kemur seint í ljós.

 

Goðamót í 5. fl.kk - 9. - 11. apríl

Magni sendir lið til leiks á Goðamótið í 5. fl.kk. í apríl. Upplýsingar koma inn síðar. Þeir sem eru að fara keppa eru: Aníta, Baldur, Hilmar, Jón Barði, Móa, Siggi, Smári, Svavar og Tryggvi.

 

Sumarmótin

Best væri að halda foreldrafund þegar að nær dregur sumri og línur farnar að skýrast á hvaða mót við stefnum á að fara. Set hér mótin sem við höfum verið að sækja.

Magni er með skráð lið á N1-mótinu í 5. fl.kk. 30. júní til 3. júlí og reikna ég með öllum krökkunum þar frá okkur. Íslandsmótið í 5. flokki var að birta drög að leikjadagskrá en við eigum eftir að þurfa færa marga/flesta leikina vegna fjölda árekstra. Það eru aðeins níu krakkar í 5. flokki en keppt er í 8-manna bolta, því biðla ég til ykkar að við vinnum öll saman í því að ná öllum leikjunum. Best er að skella sér til útlanda að sækja sér covid í júlífríinu (alltaf frí í boltanum seinni partinn í júlí fyrir utan Rey Cup) eftir N1-mótið. Smábæjarleikarnir ákváðu að halda sitt mót á sama tíma og stærsta mót landsins eða Símamótið 10. til 11. júlí! Ég hef ítrekað reynt að benda þeim á þetta en fæ engin svör. Því þykir mér ólíklegt að við förum þangað í sumar nema þá án þjálfara. Strandarmótið er nú komið á Dalvík og verður 17. júlí og er fyrir 7. og 8. flokk. Króksmótið er svo 6. til 7. ágúst fyrir 6. og 7. flokk. Curio-mótið á Húsavík í 6-7. flokk hefur oftast verið haldið síðustu helgina í ágúst.

 

Takk fyrir lesturinn - Anton Orri.

 

 


Athugasemdir