Foreldrabolti og sumarslútt

Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 16:30 - 17:15 ætlum við að hafa skemmtilegan dag fyrir krakkana. Við skiptum í eldri og yngri æfingahóp eins og venja hefur verið í sumar. Eldri hópurinn spilar á aðalvellinum þar sem foreldrar ætla að reima á sig takkaskóna og spila við krakkana. Yngri hópurinn spilar á sama tíma gegn foreldrum á æfingasvæðinu. Eftir að krakkarnir hafa sært stolt foreldranna verður þeim boðið í pylsuveislu!

Dagskrá á næstunni (gróf uppsetning):

Frí frá æfingum síðustu vikuna í ágúst

Æfingar 2x skipti í viku fyrir sömu æfingahópa og hafa verið í sumar út september á æfingasvæðinu (líklega á miðvikudögum og föstudögum)

2 vikur í frí í byrjun október

Vetrarstarfið hefst um miðjan október og þá færum við okkur inn í íþróttahúsið - Nýr árgangur kemur inn í 8. flokk og nýjir flokkar myndast

Allt kemur þetta betur í ljós síðar - Þakka um leið fyrir gott samstarf í sumar - Mbkv, Anton Orri

 


Athugasemdir