Heimaæfing - 27. mars

5.-6. flokkur

Silja Úlfarsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum. Hún hefur verið dugleg við að þjálfa síðustu ár og er með nokkrar góðar styrktaræfingar handa okkur. Hún er með dýnu og prik, en við getum notað kústskaft, skóhorn eða hvað sem við eigum til heima. Eftir að við ljúkum við styrkinn ætla þeir hjá 'Become Elite' að sýna okkur nokkrar æfingar sem við getum gert á litlu svæði, æfingarnar verða erfiðari þegar að líður á myndbandið.

Prik upphitun: 2-3x umferðir

6x Over head Hnébeygju:
6x Framstig
6x „Titrarinn“
6x Kviður yfir/undir:

Brunahaninn: 2-3x umferðir - Lykilatriði er að beygja ekki hendurnar og haltu hnénu í 90°

10x Hné út (hundur pissa)
10x Hné hringir fram
10x Hné hringir aftur
10x Sparka fram
10x Beinn fótur lyfta upp (ekki snerta gólf á milli)

Planka hringur 100: Ath. þegar þú gerir planka, hvort sem það er á olnbogum eða lófum, passaðu að hendin/olbogoginn sé alltaf undir öxlinni til að passa álagið á axlirnar

40x Snerta axlirnar
30x (15/15) Hliðar planki mjaðmalyfta
20x Planki Mjaðma rugg til hliðar
10x Planki upp og niður

Become Elite æfingin

 

6-7. flokkur

Tom Byer sem ég hef áður talað um er með góðar grunntækniæfingar sem við ætlum að gera. Æfingarnar sem að við gerum eru á ferð og því þurfum við að búa okkur til lítið svæði sem við getum framkvæmt æfingarnar. Það eru 8 æfingar sem við gerum - Myndböndin koma hvert á fætur öðru. Þegar að við höfum lokið við tækniæfingarnar ætlum við að fara í Hreyfi-snáka spilið, við þurfum að fá einhvern með til að spila með okkur.

 

8. flokkur

Áfram ætla ég að ræða um vin minn Tom Byer. Það er mjög mikilvægt fyrir börn snemma að líða vel með boltann. Hann hefur komið upp hugmyndafræði sinni á heimasíðu Houston Dynamo sem er MLS-lið í atvinnumannadeild í Bandaríkjunum. Ég mæli eindregið með því að þeir sem vilja hjálpa börnunum sínum að fá góða tilfinningu og leikni með boltann lesi sig til um aðferðafræðina hansÞað eru 7 æfingar sem við gerum - Myndböndin koma hvert á fætur öðru.

 

Leikfræði - Peppmyndband dagsins

Philippe Coutinho er frábær í því að brjóta niður varnir og sækja einn á einn á varnarmenn. Hér er myndband sem sýnir hvernig hann fer að því. Magnalagið kemur okkur síðan í gírinn fyrir helgina!

 

 


Athugasemdir