Áhorfendatölur og tölfræði

Grenivíkurvöllur - Grenivík - Grýtubakkahreppur
Grenivíkurvöllur - Grenivík - Grýtubakkahreppur

Knattspyrnuáhugamenn sjá sér oft þann leik á borði að rýna í alls kyns tölfræði sér til gamans eftir því sem hentar hverju sinni, stundum öðrum til ógæfu og þó í flestum tilfellum í þeim tilgangi að hampa sínu liði á einn eða annan hátt.

Magnamaðurinn hefur kynnt sér nýjustu tölur Inkasso-deildarinnar og þar er útlitið ekki bjart. Þegar hann leggur saman þrjá og þrjá og jafnvel einn þá sér hann að ekki er öll von úti og Magnaliðið í dauðafæri að halda sér uppi þegar þrjár umferðir eru eftir. Ef og kannski og hitt og þetta enn best væri nú ef Magnamenn myndu bara sigra þennan leik.

Áhorfendurtölur eru okkur í hag ef tölfræðin er skoðuð þar sem mikil stemning hefur myndast á Grenivík í sumar. ÍA hefur fengið flesta á völlinn og hafa að jafnaði verið að mæta á fimmta hundrað áhorfenda á leiki þeirra, á meðan að í kringum eitt hundrað mæta á leiki hjá Haukum og Njarðvík.

Hér að neðan má sjá áhorfendatölur í sumar (tekið af vef KSÍ). Það er margt sem hefur áhrif á mætingu á leiki, nágrannaslagir, veðurfar, tímasetning og svo mætti lengi telja. Til að mynda var Norðurálsmótsgestum boðið á leik ÍA og ÍR í sumar sem er best sótti leikur sumarsins og nokkur hundruð iðkendum í Kórnum var heiðrað í hálfleik í viðureign HK og Njarðvíkur. Magni heimsækir Njarðvík á sama tíma og Svíinn síkáti Erik Hamrén þreytir frumraun sína með Íslenska karla landsliðið í St. Gallen og því verður áhugavert að sjá hversu margir mæta á völlinn í þessum mikilvæga leik.

1. ÍA – ÍR – 1050 áhorfendur
2. Magni – Þór – 804 áhorfendur
3. ÍA – HK – 792 áhorfendur
4. HK – Njarðvík – 700 áhorfendur (óstaðfest)
5. Þór – Magni – 613 áhorfendur
6. ÍA – Fram – 523 áhorfendur
7. Þór – ÍA – 501 áhorfendur
8. Víkingur Ó. – Leiknir R. – 493 áhorfendur
9. Víkingur Ó. – ÍA – 490 áhorfendur
10. HK – ÍA – 480 áhorfendur
...
10. Haukar – Þór – 120 áhorfendur
9. Njarðvík – Leiknir R. – 117 áhorfendur
8. Fram – Magni – 114 áhorfendur
7. Njarðvík – Víkingur Ó. – 107 áhorfendur
6. Magni – Njarðvík – 105 áhorfendur
5. Njarðvík – Þróttur R. – 104 áhorfendur
4. Njarðvík – ÍA – 96 áhorfendur
3. Haukar - ÍR - 70 áhorfendur
2. Haukar – Þróttur R. – 60 áhorfendur
1. Leiknir R. – Selfoss – 51 áhorfendur

Minnum á leik Njarðvíkur og Magna klukkan 16:00!


Athugasemdir