Birkir Hauks í Magna

Birkir Már Hauksson hefur gengið til liðs við Magna Grenivík. Fræs eins og hann er kallaður er grjótharður vinstri bakvörður sem hefur æft með liðinu í vetur og eru það gleðitíðindi að hann skuli skrifa undir 2 ára samning við félagið. Hann kemur frá KF en er uppalinn í Þór.
 
Við hlökkum til þess að fylgjast með honum í svörtu og hvítu!
 
 
 

Athugasemdir