Fjórir leikmenn skrifuðu undir samning

Fjórir leikmenn skrifuðu undir samninga við Magna í síðustu viku. Frosti Billa kom til okkar frá KA, hann þekkir allt út og inn á víkinni, hefur spilað 23 leiki og skorað 1 mark. Steingrímur Ingi Gunnarsson er ungur markmaður sem kemur frá Noregi þar sem hann var hjá liði Steinkjer Fotball Klubb. Louis Aaron Wardle er kominn á víkina aftur, hann spilaði 9 leiki og skoraði 3 mörk seinnihlutann á síðasta tímabili. Kairo Asa Jacob Edwards-John kemur frá akademíu enska félagsins Leicester. Við bjóðum þessa snillinga velkomna á víkina.

Frosti og Hjörtur Geir

Steingrímur og HGH.

Louis og HGH.

Kairo og HGH.


Athugasemdir