Fram - Magni kl. 16:00 á Laugardalsvelli

Magnamenn leggja leið sína suður í dag og leika gegn spræku og vel spilandi liði Fram. Þetta er síðasti leikur í 10. umferð Inkasso-deildar karla og með sigri getur Magna liðið lyft sér úr botnsæti deildarinnar. Sigur í dag myndi einnig gera það verkum að liðið kæmist upp fyrir ÍR og Selfoss og þannig komið sér í 10. sæti sem tryggir að lokum áframhaldandi veru í næst efstu deild á Íslandi.

Laugardalsvöllur verður heimsóttur í fyrsta skipti í sögu félagsins en Magni hefur áður keppt í Laugardalnum. Það var árið 1979 þegar liðið lék einmitt síðast í næst efstu deild þar sem liðið lék á Valbjarnarvelli. Fyrr í sumar lék liðið sinn fyrsta leik á Akranesvelli eða Norðurálsvelli ef rétt skal vera en við skulum sleppa því að skrifa meira um þá suðurferð. Laugardalsvöllur tekur rúmlega 10.000 manns í sæti og seljast miðar á þeim velli stundum upp á nokkrum mínútum! Það má því búast við bláu hafi í stúkunni en Magna liðið ætti að vera vant því að leika fyrir framan fjölmenni enda hefur stúkan nýja á Grenivíkurvelli verið troðfull frá því að hún var reist.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Fram TV en við hvetjum alla sem tök hafa að mæta og styðja við svarta og hvíta. Áfram Magni !!


Athugasemdir