Hin hliðin - Baldvin

Fullt nafn: Baldvin Ólafsson

Gælunafn: eL bAz. Bassi líka því ég er svo djúpraddaður

Aldur: 35

Hjúskaparstaða: Giftur

Vinna/skóli: vinn hjá Sjóvá

Eftirminnilegur leikur með Magna: Klárlega ÍR úti til að tryggja veru liðsins í Inkasso

Uppáhalds drykkur: Ískalt sódavatn

Uppáhalds matsölustaður: Berlín

Hvernig bíl áttu: hleyp allt sem ég fer

Hver er lélagastur í reit: Húsi V.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: hmmmmm Newsroom sennilega. Gríðarlega vandaðir þættir sem hefðu mátt halda áfram lengur en 3 seríur.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Mars Volta eða Agent Fresco

Átrúnaðargoð í æsku: Beckham

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Non stop líkamsrækt. Passa bara að koma ekki of vöðvaður til baka. En betra kjötaður en feitur eins og ég segi alltaf

Fyndnasti liðsfélaginn: Mér finnst Tam hrikalega fyndinn

Besti samherji: Margir góðir, set BB hér í þau örfáu skipti sem við allir spiluðum saman. Þið vitið hverjir þið eruð.

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Ég veit ég hljóma miðaldra við að segja þetta, en Sinisa Kekic var einhvern veginn alltaf ógeðslega góður. Vann hann einu sinni, með Magna 2009. Tapaði í öll hin skiptin.

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: Man Utd – Bayern Munchen 99´

Sætasti sigurinn: Sami ÍR leikur kemur upp. Nokkrir drama leikir í USA líka

Mestu vonbrigðin: Hver sem þau voru þá er ég búinn að loka á þau og man ekki

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Patti mögulega eða tvíbbarnir?

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Einhvern spanjóla sem skorar 15 mörk + og hjálpar mér að halda við spænskunni í leiðinni. Reyndar gæti verið mjög áhugavert að spila með Gary Martin líka

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Brasilíski (feiti) Ronaldo var óstöðvandi þegar hann var heill. Óstöðvandi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Einhver fáklæddur dúddi hljóp inn á völl einu sinni. Ég reyndar tók ekki eftir því en það gerðist samt.

Besta bíómyndin: Fannst Fifth Element alltaf hrikalega skemmtileg

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gauta: hann stofnar kókoshnetufyrirtæki og reddar okkur einhvern veginn. Tómas Veigar myndi tryggja jákvæðni og bjartsýni. Að lokum nýti ég tækifærið og næ að kynnast nýjasta liðsmanni okkar Helga Snæ betur, virkar djöfull vel á mig.

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: ÍBV tapar fyrsta leik en vinnur síðan marga eftir það og fer upp.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef verið hættur í fótbolta í ca 5 ár af síðustu 20. Samt byrja ég alltaf aftur. Ekki hægt að hætta.


Athugasemdir