Hin hliðin - Helgi Snær

Fullt nafn: Helgi Snær Agnarsson

Gælunafn: Helgi hálftími

Aldur: Tvítugur

Hjúskaparstaða: einhleypur

Vinna/skóli: Eina sem ég vinn þessa dagana eru Warzone leikir

Eftirminnilegur leikur með Magna: Magni-Völsungur í Kjarnafæðis, skoraði tvö mörk í sama leiknum, það mun líklegast seint endurtaka sig.

Uppáhalds drykkur: Panodil hot

Uppáhalds matsölustaður: Fiskbarinn, Ágúst Valves kokkurinn þar, fjúff, sá kann að elda ofan í mann.

Hvernig bíl áttu: Ég á gulllitaðan Yaris, sama árgerð og ég, Gullna Eldingin

Hver er lélagastur í reit: Tómas Veigar slappastur í reit, einn klaufakall sem finnst ekki leiðinlegt að láta klobba sig

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: GOT (GOAT)

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Show goes on (Lupe Fiasco)

Átrúnaðargoð í æsku: Ronaldinho

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Bið fólk vinsamlegast um að gera eitthvað gagnlegt, lesa bækur, læra tungumál, tefla eða spila tölvuleiki :)

Fyndnasti liðsfélaginn: Ég hlæ mest að Tómasi Arnars, hann hlýtur þá að teljast fyndnastur

Besti samherji: Tómas Veigar bestur, alveg æðislegur og yndislegur sá gæi (tomasveigar á insta)

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Kolbeinn Finns

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: Champa League Final 2008 United-Chelsea, bara til í að sjá Terry renna aftur

Sætasti sigurinn: 2-3 sigur með Vængjunum á KF á Ólafsfirði síðasta sumar, header á 95’ to seal the deal. Bikarúrslit með Fjölni í 2.flokki fá líka shout, góð tilfinning að loka dollu.

Mestu vonbrigðin: Uppalinn í Stjörnunni, við töpuðum úrslitaleik Íslandsmótsins í 6.flokki gegn Fylki. Kolbeinn Finns á móti KIK (Kristóferi Inga Kristinssyni). Fylkisstrákarnir negldu minn mann alltaf niður þegar hann fékk boltann, mátti náttúrulega ekki gefa gul spjöld í 6.flokki. Forkastanleg vinnubrögð hjá Fylkismönnum en þetta hefur alltaf setið í mér.

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Ég sjálfur örugglega að laga möllann

Uppáhalds lið í enska: M.United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég tæki líklegast the original Luigi, Aron Loga Sigurpálsson úr KFB, rafmagnaður í klefanum.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldinho

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í 2.fl Fjölnis fékk ég krampa í fyrri hálfleik og þurfti að ljúka leik. Þetta var fyrsti leikurinn eftir útskriftarferðina mína.

Besta bíómyndin: Treasure planet

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Nökkva Má Nökkvson (ÍBV) (vanur að búa á eyju). Gauta Gauta (Magni) til að veiða til matar og passa upp á okkur og Jóhann Árna (Fjölnir) til að assista mig við flekasmíð. Fjölbreytt og margslungið teymi, þessi eyðieyja ætti ekki séns.

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Eyjapeyjarnir taka þessa deild þó þeir fái vænan skell í fyrstu umferð.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Íslandsmeistari í Futsal

 


Athugasemdir