Hin hliðin - Rúnar Þór

Fullt nafn: Rúnar Þór Brynjarsson

Gælunafn: Rússi

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: á föstu

Vinna/skóli: skóli

Eftirminnilegur leikur með Magna: þetta er fyrsta tímabilið mitt með Magna svo þeir eru ekki orðnir það margir en þeir koma í sumar

Uppáhalds drykkur: maxað lime(pepsi max lime)

Uppáhalds matsölustaður: Burro er besti matsölustaður landins það er alveg á hreinu

Hvernig bíl áttu: mözdu

Hver er lélegastur í reit: Ingólfur birnir eða Höfvélin eins og hann er kallaður er meira inní reitnum heldur en utan við hann

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love island er gæða sjónvarpsefni

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik: Mjög mismunandi en einhver tecnó sýra er alltaf góð

Átrúnaðargoð í æsku: Jón Jónson hefur alltaf verið minn maður

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir: Horfa á Love island

Fyndnasti liðsfélaginn: Að heyra Stubb láta einhvern heyra það er ekkert eðlilega fyndið

Besti samherji: Tómas veigar er alltaf til í knús

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Birkir már sævarsson

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: Sennilega Ísland-England á EM

Sætasti sigurinn: við áttum að fá Fram í lengjubikarnun en þeir þorðu ekki að keyra í snjókomu, það hefði verið sætur 5-0 sigur

Mestu vonbrigðin: Að Fram þorði ekki í leikinn

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Tómas veigar er alltaf eitthvað að græja hárið á sér

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Atla Barkarson úr vikes

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: pierre-emerick aubameyang

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:...

Besta bíómyndin: Hobbit seríunar eru alveg sturlaðar

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki alltaf Tómas Veigar uppá gáfurnar, Gústa bróðir ef hann fengi að taka Gítarinn með sér og Bassa hann er nátturlega bara vél í öllu sem hann gerir

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Magnaðir Magnamenn

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er þríburi

 


Athugasemdir