Hjörtur nýr formaður Magna

Hjörtur Geir Heimisson.
Hjörtur Geir Heimisson.

Aðalfundur Íþróttafélagsins Magna var haldinn mánudaginn 12. apríl. Hjörtur Geir Heimisson var kjörinn nýr formaður á fundinum, Þorsteinn Þormóðsson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér þar sem hann er fluttur búferlum til Noregs. Íþróttafélagið Magni þakkar Steina Þorra fyrir hans framlag til félagsins öll þau ár sem hann starfaði í þágu Magna. Í stjórn Magna eru Arnþór Pétursson, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Hjörtur Geir Heimisson, Jón Helgi Pétursson og Stefán Hrafn Stefánsson.


Athugasemdir