Jeffrey Monakana í Magna

Jeffrey Monakana til liðs við Magna!
 
Magnamenn barst mikill liðstyrkur nú fyrr í vetur þegar að Jeff kom til okkar frá Englandi. Hann er 27 ára reynslumikill vængmaður sem kom upp í gegnum akademíu Arsenal þar sem hann var til 18 ára aldurs. Þaðan fór hann og lék lengst af með Preston North End ásamt fleiri liðum þar í landi. Einnig hefur hann leikið fyrir Aberdeen í Skotlandi og FC Voluntari í Rúmeníu. Síðasta sumar gekk hann til liðs við Fjölni í Pepsi Max deildinni undir lok tímabils og stóð sig vel. Við væntum mikils af honum á komandi sumri ! ⚽️	</div>
		<div class= Til baka

Athugasemdir