Jesse Devers í Magna

Jesse Devers
Jesse Devers
Magnamönnum hefur borist góður liðsstyrkur fyrir lokasprettinn. Jesse Devers er 25 ára írskur sóknarmaður sem hefur leikið í efstu deildum í heimalandi sínu með Galway United, Sligo Rovers og Finn Harps. Hann kemur upp úr akademíu enska úrvalsdeildarfélagins Wolves og á 9 landsleiki að baki með U16 og U17 ára landsliðum Írlands.
 
Við bjóðum hann velkominn og hlökkum til þess að fylgjast með honum á víkinni í sumar!

Athugasemdir