Jordy í Magna

Magnamenn hafa fengið til sín belgíska miðjumanninn Jordy Vleugels. Hann er 26 ára tæknilega öflugur leikmaður sem hefur komið víða við á sínum ferli en hann lék síðast í Ástralíu og Maldíve-eyjum. Jordy er uppalinn í Willem II sem leikur í efstu deild í Hollandi. Hann hefur leikið 11 landsleiki fyrir hönd U18 og U19 landsliðs Belgíu.
 
Við væntum mikils af honum og þökkum umboðsskrifstofunni YiTB - Joe Yoffe fyrir gott samstarf að koma honum til landsins.
 
 

Athugasemdir