Lengjubikarinn 2020

Dregið hefur verið í Lengjubikarnum og keppa Magnamenn í A-deild þriðja veturinn í röð. Skemmtilegur riðill þar sem við fáum bikarmeistara Víkings í heimsókn í fyrsta leik, einnig eru Pepsi-Max deildar lið Fylkis og grannar okkar í KA, ásamt Fram og Keflavík sem leika í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Leikirnir verða í febrúar og mars en við höfum átt marga minnistæða leiki síðustu ár. Þeir sem standa m.a. upp úr er sigur á þáverandi Pepsi-deildar liði Þróttara, jafntefli gegn núverandi Íslandsmeisturum KR og sigur á Leiknismönnum frá Reykjavík.

 

Bergvin skorar síðasta markið gegn Þrótt R. 3-1.

Magnamenn voru grátlega nálægt því að sigra KR sem lauk með markalausu jafntefli.


Athugasemdir