Magni í 2. sæti á Íslandsmóti

Magni varð í 2. sæti á Íslandsmóti í sumar 

6. flokkur Magna keppti í úrslitakeppni í A-liðum á Norðfirði fyrr í sumar. Stelpurnar höfðu áður komist áfram úr undankeppninni sem fram fór á Akureyri. Keppt var á Norður- og Austurlandi. Magni spilaði eins konar úrslitaleik gegn KA sem var spennuþrunginn þar sem okkar stelpur náðu að jafna í 1-1 eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Lokatölur hins vegar 3-1 KA í vil og 2. sætið niðurstaðan. Frábær árangur hjá Magnaliðinu þar sem þær náðu að sigra, KF/Dalvík, Tindastól, Völsung, Hött og Fjarðabyggð/Leikni.

Liðið skipuðu þær Aníta Ingvarsdóttir, Bríet Kolbrún Hinriksdóttir, Ingibjörg Lóa Sævarsdóttir, Kristjana Elín Sigþórsdóttir, Móeiður Alma Gísladóttir og Selma Lind Björnsdóttir. Þjálfari þeirra er Anton Orri Sigurbjörnsson.


Athugasemdir