Ný heimasíða Magna

Íþróttafélagið Magni kynnir með stolti nýja heimasíðu félagsins. Vefsíðan verður opnuð formlega mánudaginn 12. mars á foreldrafundi yngri flokka Magna. Heimasíða þessi hefur að geyma allar helstu upplýsingar um félagið, lög þess, stefnur og sögu. Mun hún gegna stóru hlutverki í starfi yngri flokka félagsins ásamt því að vera góð upplýsingaveita fyrir meistaraflokk félagsins. Við erum ákaflega ánægð með heimasíðuna okkar og viljum með henni sýna að félagið hyggst gera vel bæði innan sem utan vallar á þessum spennandi tímum þar sem Magni leikur í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan árið 1979.

- Anton Orri Sigurbjörnsson - Yfirþjálfari yngri flokka Magna


Athugasemdir