Ottó kominn í Magna

Ottó Björn og Sveinn Þór þjálfari
Ottó Björn og Sveinn Þór þjálfari

Ottó Björn er kominn aftur í Magna en hann lék síðast með okkur í Lengjudeildinni sumarið 2020. Við vonumst til þess að hann muni hjálpa liðinu að komast aftur þangað. Ottó er hæfileikaríkur leikmaður sem getur spilað í bakverði og á miðjunni. Hann gerir 2 ára samning við félagið og fögnum við því að fá að njóta krafta hans!

 


Athugasemdir