Páll Veigar kemur á láni

Páll Veigar og Hjörtur Geir formaður félagsins
Páll Veigar og Hjörtur Geir formaður félagsins

Magnamönnum hefur borist góður liðsstyrkur rétt fyrir mót! Páll Veigar Ingvason er mættur í svart og hvítt. Við erum aldeilis ánægðir með það eins og glöggir menn sjá hér á mynd. Palli er fæddur 2001 og kemur á láni frá Þór. Hann er fjölhæfur miðjumaður sem getur leyst hinar ýmsu stöður vallarins og er því góður ás að hafa upp í erminni. Við hlökkum til þess að fylgjast með honum og liðinu í sumar.


Athugasemdir