Sveinn Þór hættur - Óskar Braga tekur við
														
								
							
																							
	
        
		
	
			
					15.07.2022			
	
	
				
			
				
			
						Óskar Bragason
					 
				
Íþróttafélagið Magni og Sveinn Þór Steingrímsson hafa komist að samkomulagi með að Sveinn Þór láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks Magna. Breyttar aðstæður og búferlaflutningar Sveins Þórs og fjölskyldu til Keflavíkur urðu til þess að Sveinn Þór lætur að störfum sem þjálfari Magna.
 
 
Stjórn Íþróttafélagsins Magna þakkar Sveini Þór fyrir afar góð störf í þágu félagsins og óskum við Sveini Þór velfarnaðar og góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
 
 
Stjórn hóf því leit að eftirmanni Sveins og var komist að samkomulagi við Óskar Bragason um að taka við liðinu. Óskar hefur verið þjálfari 3. flokks KA í sumar en áður hefur hann m.a. verið aðstðarþjálfari meistaraflokks KA og þjálfað Dalvík og Magna. Anton Orri Sigurbjörnsson gegnir áfram hlutverki aðstoðarþjálfara.
 
 
Stjórn Íþróttafélagsins Magna
 
 
 
 
 
 
	 
		
	
		
	 
	 
 															
						 
												
											
Athugasemdir