Sveinn Þór hættur - Óskar Braga tekur við

Óskar Bragason
Óskar Bragason
Yfirlýsing frá Magna.
 
Íþróttafélagið Magni og Sveinn Þór Steingrímsson hafa komist að samkomulagi með að Sveinn Þór láti af störf­um sem þjálf­ari meist­ara­flokks Magna. Breyttar aðstæður og búferlaflutningar Sveins Þórs og fjölskyldu til Keflavíkur urðu til þess að Sveinn Þór lætur að störfum sem þjálfari Magna.
 
Stjórn Íþrótta­fé­lags­ins Magna þakk­ar Sveini Þór fyr­ir afar góð störf í þágu félagsins og ósk­um við Sveini Þór velfarnaðar og góðs geng­is í því sem hann tek­ur sér fyr­ir hend­ur í framtíðinni.
 
Stjórn hóf því leit að eftirmanni Sveins og var komist að samkomulagi við Óskar Bragason um að taka við liðinu. Óskar hefur verið þjálfari 3. flokks KA í sumar en áður hefur hann m.a. verið aðstðarþjálfari meistaraflokks KA og þjálfað Dalvík og Magna. Anton Orri Sigurbjörnsson gegnir áfram hlutverki aðstoðarþjálfara.
 
Stjórn Íþróttafélagsins Magna
 

Athugasemdir