Sveinn Þór Steingrímsson ráðinn þjálfari Magna

Þorsteinn Þormóðsson formaður, Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari og Gísli Gunnar Oddgeirsson framkvæ…
Þorsteinn Þormóðsson formaður, Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari og Gísli Gunnar Oddgeirsson framkvæmdarstjóri Íþróttafélagsins Magna

Sveinn Þór Steingrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Magna á Grenivík. Hann gerði 3ja ára samning við félagið.

Sveinn Þór var áður þjálfari hjá Dalvík/Reyni og tók hann við þjálfun liðsins á miðju tímabili 2017 og stýrði liðinu síðan til sigurs í 3. deildinni árið 2018. Sveinn Þór kemur frá KA þar sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Óla Stefáni.

Sveinn Þór er menntaður íþróttafræðingur og hann er einnig að taka UEFA A gráðuna í þjálfun.

Sveinn Þór er afar efnilegur þjálfari og erum við fullir tilhlökkunar að starfa með honum. Við bjóðum Svein Þór innilega velkominn á Víkina og óskum honum góðs gengis á komandi árum hjá Magna.

Stjórn Magna

Mynd frá undirskriftinni


Athugasemdir