Þjálfarar Magna útskrifast með UEFA A þjálfaragráðu

Þjálfarar Magna útskrifast með UEFA A þjálfaragráðu
 
Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari meistaraflokks karla og Anton Orri Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfari og yfirþjálfari yngri flokka félagsins útskrifuðust formlega í sumar með UEFA A þjálfaragráðu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Námskeiðið hófst að hausti árið 2019 en ílengdist af augljósum ástæðum. Námið sjálft er veigamikið en þjálfarahópurinn fór m.a. til Danmerkur í vikuferð ásamt því að vinna hin ýmsu verkefni og próf.
 
Það er mikil viðurkenning fyrir Magna að eiga tvo þjálfara á vegum félagsins á námskeiði sem þessu en alls útskrifuðust fjórtán þjálfarar í heildina. Þetta sýnir metnað félagsins í að tryggja leikmönnum og iðkendum sem bestu þjálfun og um leið stuðning við okkar ungu og efnilegu þjálfara.
 
Íþróttafélagið Magni óskar þeim báðum til hamingju með áfangann!
 
Sveinn Þór Steingrímsson
 
Anton Orri Sigurbjörnsson

 

 


Athugasemdir