Þrír leikmenn í Magna

Adam Örn Guðmundsson
Adam Örn Guðmundsson
Adam Örn í Magna
 
Magnamenn hafa tryggt sér Adam Örn Guðmundsson á láni út tímabilið frá KA. Adam er fjölhæfur varnar- og miðjumaður sem við væntum mikils af. Hann er uppalinn í Fjarðabyggð og lék með liðinu í 2. deild á síðasta tímabili.
 
 
 
Gunnar Berg skrifar undir
Heimamaðurinn ungi og efnilegi Gunnar Berg Stefánsson hefur skrifað undir 2 ára samning. Gunni hefur leikið með Magna í vetur og staðið sig vel. Hann er vinstri bakvörður sem ennþá er gjaldgengur í 2. flokk og á því framtíðina fyrir sér á knattspyrnuvellinum. Það er fagnarefni að svo margir Grenvíkingar skuli vera í liðinu og fer þeim fjölgandi á milli ára.
 
 

Jeffrey Monakana áfram!
Magni mun njóta krafta Jeffrey Monakana á komandi tímabili. Jeff er öflugur sóknarmaður sem skoraði 8 mörk fyrir félagið í 18 leikjum í deildinni síðasta sumar. Hann mun styrkja liðið í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári.
 
 


Athugasemdir