Goðamót, æfingar og áhorfsvika

Æfingar á morgun, föstudaginn 15. nóvember

Æfingin hjá elsta hópnum fellur niður þar sem 5. flokkur keppir á Goðamótinu frá föstudegi til sunnudags. Það verða því aðeins tvær æfingar. 6. flokkur æfir með 7. flokk strax eftir skóla frá kl. 13.00-14.00. 8. flokkur æfir óbreytt nema ef foreldrar þeirra eru tilbúnir að taka sig saman og hafa æfinguna fyrr.

 

Áhorfsvika

Foreldrum er boðið að koma og fylgjast með æfingum alla næstu viku. Minni hins vegar á að hafa algjört hljóð og leyfa krökkunum að njóta sín á eigin forsendum.

 

Goðamót Þórs í 5. flokk karla - 15.-17. nóvember

Hópurinn: Aníta, Birgir, Gabríel, Inga Sóley, Hilmar, Jóhann, Móa, Olgeir og Tómas. Mjög mikilvægt að láta vita strax ef einhver missir úr leik. Keppt er í 7 manna bolta á 1/4 af knattspyrnuvelli inni í Boganum. Liðið leikur í E-keppni og spilar einn leik við hvert lið. Mæting er 20 mín fyrir hvern leik, klár í upphitun og spjall. Leikirnir koma hér að neðan. Úrslitaleikur er í lok móts á sunnudeginum. Ég hvet foreldra til þess að fara með hópnum að borða saman, ísferð, sund eða eitthvað félagslegt.

Goðamótið er með mótasíðu, upplýsingasíðu og Facebook-síðu. Hvet alla til þess að kynna sér það. Gott að láta krakkana sjálfa lesa yfir reglurnar á mótinu.

Föstudagur - kl. 18.00 - Völlur 2 - KF/Dalvík 2

Laugardagur - kl. 10.00 - Völlur 3 - Völsungur 2

Laugardagur - kl. 12.00 - Völlur 1 - Breiðablik 7

Laugardagur - kl. 14.00 - Völlur 1 - Þór 4

Sunnudagur - kl. 11.30 - Völlur 3 - Afturelding 3

Sunnudagur - kl. 13.30 - Úrslitaleikir

 

 

 


Athugasemdir