Heimaæfing - 3. apríl

Æfingarnar í dag eru í styttra lagi þar sem ég hef einnig búið til spurningaleiki um Magna fyrir krakkana. Það eru tveir spurningaleikir, einn sem er aðeins erfiðari og er ætlaður eldri hópnum og annan auðveldari sem er handa þeim yngri. Öllum er þó frjálst að spreyta sig! Hlakka til þess að sjá svörin hjá krökkunum.

Spurningaleikurinn - Tengill fyrir 5-6. flokk

Spurningaleikurinn - Tengill fyrir 7-8. flokk

5-6. flokkur

Við ætlum að skoða og æfa okkur að gera 15 hreyfingar til þess að komast framhjá andstæðingnum. Fyrir þá sem vilja æfa sig aukalega um páskanna eru fullt af fleiri frábærum kennslumyndböndum hjá þeim í AllAttack.

6-7. flokkur

Hér eru góðar og einfaldar æfingar sem ég vil að krakkarnir reyni að ná fullum völdum á. Eins eru æfingarnar hjá Fast Feet Home Soccer Workouts mjög góðar og eiga vel við á þessum 'skrítnu tímum' (alltaf skemmtilegt að heyra fólk segja þetta).

8. flokkur

Erfiðasta æfingin hingað til! Krakkarnir hafa verið duglegir að æfa sig síðustu vikur með boltann. Núna ætlum við að byrja gera æfingarnar á ferð með boltann hjá vini okkar Tom Byer. Við ætlum að gera æfingar nr. 1-6. Verum þolinmóð og hvetjandi!

Peppmyndband - Leikfræði

Trent Alexander-Arnold er 21 árs en hann er nú þegar talinn af flestum besti hægri bakvörður heims. Hann dreymir um að verða fyrirliði Liverpool einn daginn. Þetta myndband sýnir hans vegferð og hvernig líf atvinnumannsins er þegar haldið er rétt á spöðunum. Það getur verið gott að sýna krökkunum frekar heimildaþætti/myndir með þeirra uppáhalds leikmönnum. Þá eru meiri líkur á að þau horfi og tileinki sér eitthvað í fari hetjanna sinna.

Hér er einfalt leikfræði myndband fyrir elstu krakkanna. Það getur verið gott fyrir þau að sjá fyrir sér á mynd þau atriði sem við ræðum um á æfingum, sérstaklega á þessum skrítnu tímum! 

 


Athugasemdir