Heimaæfing - 18. mars

Þessi vika verður óvenjuleg í íþróttahreyfingunni með tilkomu samkomubannsins en staðan verður aftur tekin næsta mánudag. Ég ætla að setja krökkunum okkar heimaverkefni við hæfi hvers og eins aldurhóps sem ég vil að þau geri í stað æfingarinnar sem fellur niður í dag. Skemmtilegt væri ef að foreldrarnir myndu taka upp æfingarnar á myndband og setja í athugasemd undir fréttinni.

3.-4. flokkur

Unglingarnir í þrek- og styrktartímunum ætla að gera Tabata æfingar í upphitun og Yoga æfingar. Finna næði, náið í dýnu eða handklæði. Best er að gera æfingarnar jafn óðum, stöðva myndbandið eða bara halda áfram.

5.-6. flokkur

Thomas Vlaminck er með frábærar tækniæfingar en hann hefur þjálfað í yfir tíu ár hjá Club Brugge í Belgíu. Krakkarnir reyna að ná tökum á eins mörgum æfingum og þau ráða við.

6.-7. flokkur

Krakkarnir fara í skemmtilegan leik sem ég hef útbúið þar sem þau draga spil og gera Tækniæfingar KSÍ.

8. flokkur

Krakkarnir fara í skemmtilegan leik sem ég hef útbúið þar sem þau draga spil og gera Tækniæfingar eftir Tom Byer. Tom Byer er Bandaríkjamaður sem spilaði sem atvinnumaður í Japan á árum áður. Hann er einn fremsti knattspyrnuþjálfari heims í tækniþjálfun í grasrótarstarfinu. Hans hugmyndir ganga út á 'Football starts at home' þar sem börn er hvött til að fá góða tilfinningu fyrir boltanum með því að halda honum við fæturnar.

Foreldrar barna í 1.-3. bekk

Ég vil hvetja ykkur til þess að eyða tíma með börnunum að kenna þeim að reima. Mikill tími fer í þetta á hverri æfingu og viljum við reyna að virða 2 metra viðmiðið þegar æfingar hefjast aftur. Maggi Mix kann nokkur góð brögð.

Hvatning - Peppmyndbönd

Það er til endalaust efni á vefnum og vil ég fá ykkur með mér í lið til að hvetja börnin til þess að finna leiðir til þess að bæta sig. Dagný Brynjarsdóttir kemur úr svipuðu umhverfi og krakkarnir en hún segir sína sögu. Sigurður Ragnar, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna talar um sjálfstraust og sögu af Gylfa Sigurðssyni.

 

Æfingin skapar meistarann!

 


Athugasemdir