Heimaæfing - 24. apríl

Veðrið er búið að vera magnað undanfarið, það er byrjað að sjást í grasbletti og því tilvalið að fara út í garð eða upp á sparkvöll að taka skotæfingu. Þegar að við höfum lokið æfingunum er gott að æfa sig í frjálsum leik eða að taka aukaspyrnur. Endurtekningar og aukaæfingar skipta öllu máli eins og Gylfi Sigurðsson hefur margoft sagt. Hann fer nánast undantekningarlaust eftir allar knattspyrnuæfingar aukalega að æfa sig að skjóta og taka aukaspyrnur.

5-6. flokkur

Hér er myndband sem sýnir okkur hvaða þætti er mikilvægt að hafa í huga þegar að spyrnt er í boltann - Myndbandið sýnir hvernig á að skjóta með miklum krafti.

Æfingin sem við gerum er fín skotæfing sem við getum gert sjálf sem reynir á mismunandi tækni.

6-7. flokkur

Það er gott að fá foreldri eða systkyni með sér í þessar æfingar - Ef það er ekki möguleiki er gott að senda í vegg og taka þannig á móti boltanum fyrir skotin - Við fáum meiri kraft í spyrnurnar með mörgum endurtekningum og bætum einnig tilfinninguna fyrir boltanum - Muna eftir að æfa sig með lakari fætinum einnig - Æfingarnar sem við gerum eru númer 1, númer 2 og númer 3.

8. flokkur

Við getum gert æfingarnar innandyra en ég mæli með að vera úti svo það sé ekkert sem hindrar barnið. Hér er einföld sendingaræfing sem við ætlum að byrja á að gera. Við ætlum síðan að skjóta á markið. Fyrst ætlum við að rekja boltann og skjóta á ferð. Eftir það ætlið þið að gera veggsendingu með barninu, þið fáið þá sendingu og gefið boltann aftur á barnið sem skýtur á markið.

Peppmyndbönd

Hér má sjá nokkur flott mörk sem eru flest skoruð af löngu færi. Látið samt krakkana taka eftir því hvernig tæknin á bakvið hvert skot getur verið ólík.

Enska úrvaldsdeildin hefst líklega ekki aftur fyrr en í byrjun júní - EA SPORTS hefur fengið leikmenn frá liðunum til þess að taka þátt í Fifa móti þar sem þeir spila sín á milli. Skemmtilegt áhorf fyrir þá sem hafa gaman af leiknum. Raheem Sterling og Wilfried Zaha áttust við í frábæru einvígi. Leikurinn byrjar á 18:00.


Athugasemdir