Magnakrakkar á markmannsnámskeiði

Efri röð: Jóhann fyrstur frá vinstri - Neðri röð: Bríet önnur frá vinstri, Tryggvi þriðji, Ari fjórð…
Efri röð: Jóhann fyrstur frá vinstri - Neðri röð: Bríet önnur frá vinstri, Tryggvi þriðji, Ari fjórði og Smári sjötti

Það voru flottir Magnakrakkar sem fóru á þriggja daga markmannsnámskeið í Boganum um síðustu helgi. Gunnleifur Gunnleifsson markmaður Breiðabliks hélt námskeiðið en hann er reynslumikill leikmaður sem hefur náð að leika 400 deildarleiki hér á landi og á að baki 26 landsleiki fyrir Íslands hönd. Ari, Bríet, Jóhann, Smári og Tryggvi, iðkendur í Magna sóttu námskeiðið, þau lærðu margt nýtt og höfðu gaman af. Það er því aðeins tímaspursmál þar til við fáum næsta efnilega markvörðurinn úr okkar röðum til að feta í fótspor manna eins og Björgólfs Jó., Ísaki Oddgeirs., Jón Helga, Hjartar Geirs og Aron Birkis. Framtíðin er svo sannarlega björt!


Athugasemdir