Sindri nýr yfirþjálfari yngri flokka Magna

Gísli Gunnar framkvæmdastjóri Magna og Sindri Skúla ný ráðinn þjálfari Magna
Gísli Gunnar framkvæmdastjóri Magna og Sindri Skúla ný ráðinn þjálfari Magna

Sindri Skúlason hefur verið ráðinn sem þjálfari yngri flokka Magna veturinn 2018 - 2019. Hann mun einnig með fram því þjálfa áfram hjá vinum okkar í KA þar sem hann hefur verið síðustu ár. Sindri er á Íþróttabraut við Verkmenntaskólann á Akureyri og stefnir á að sækja KSÍ III þjálfaranámskeið í vetur. Sindri er efnilegur en jafnframt öflugur þjálfari sem á framtíðina fyrir sér í boltanum. 

Við þökkum um leið forvera hans fyrir sín störf í þágu félagsins. Anton Orri hefur sinnt ýmsum hlutverkum fyrir Magna. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks, yfirþjálfari yngri flokka Magna ásamt því að hafa komið upp og haft umsjón yfir samfélagsmiðlum félagsins á liðnu tímabili í Inkasso-deildinni. Anton mun fara erlendis í vetur til að sækja sér reynslu.


Athugasemdir