Smábæjarleikarnir, Íslandsmót og Strandarmót

Fimmtudagur - Ath. Breyting á æfingatímum

4-5. flokkur - kl. 12.00-13.00

6-8. flokkur - kl. 13.00-14.00

 

Smábæjarleikarnir

Smábæjarleikarnir á Blönduósi fara fram laugardaginn og sunnudaginn 10. og 11. júlí. Eingöngu er keppt á laugardeginum í 8. flokk. Mótið var ekki haldið í fyrra vegna Covid-19 en það var mikill vilji til þess að fara á mótið í ár þar sem allir skemmtu sér vel síðast. Foreldrafélagið ákvað í sameiningu við mig að Magni tæki þátt á mótinu þrátt fyrir að þjálfarinn yrði ekki á staðnum vegna árekstrar við önnur verkefni. Því treystum við á að foreldrar stígi fram í þjálfarahlutverk á mótinu og haldi utan um liðin. Það segir sig sjálft í nafni mótsins að þetta mót sé fyrir smærri liðin og því eru ekki margir styrkleikar ef einhverjir. Þess vegna skiptir miklu máli að ungmennafélagsandinn sé í höfðum hafður og við njótum þess að spila fótbolta í góðra vina hópi! Magni verður með eitt lið í hverjum aldursflokk og verður þétt setið á varamannabekknum hjá elstu tveim flokkunum. Það verða þrír útaf í 6. flokk og fimm útaf í 5. flokk - Mikilvægt að pakka nóg af þolinmæði í töskurnar með í ferðalagið :)

 

5. flokkur: Aníta, Baldur, Hilmar, Jón Barði, Katla, Kristjana, Móa, Selma, Siggi, Smári, Svavar og Tryggvi. Þjálfari?

6. flokkur: Ágúst, Angantýr, Ari, Bjartur, Gylfi, Kristófer, Sindri og Valtýr. Þjálfari?

7. flokkur: Alexander, Bella, Bjarki, Jana, Trausti og Tristan. Þjálfari?

8. flokkur: Elvar, Kári, Reynir og Þórir. Birgir og Jóhann (Olgeir líka?) hafa óskað eftir að fá að stýra liðinu en gott væri ef foreldrahópurinn hefði auga með þeim.

 

Hér má sjá Facebook-síðu Smábæjarleikana

 

Hér má sjá heimasíðu mótsins þar sem allar frekari upplýsingar eru að finna

 

Ég mun birta leikjaplanið inn á síðunni okkar um leið og það kemur út.

 

 

Mánudagur - 12. júlí

Frí frá æfingum í öllum yngri flokkum Magna

 

Íslandsmótsleikur

Leik Magna og Kormáks/Hvatar í 5. flokk var frestað vegna veðurs í þar síðustu viku. Það virðist ætla vera erfitt að finna nýjan leikdag. Myndu allir komast ef leikið yrði þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku á Grenivík? Ef engin leikdagur finnst munum við reyna að útkljá einvígið í kringum Smábæjarleikana.

 

Strandarmót Jako - 17. júlí

Strandarmótið verður haldið á Dalvíkurvelli laugardaginn 17. júlí í 7. og 8. flokk. 8. flokkur keppir kl. 10.00-13.00 en 7. flokkur kl. 13.30-16.30. Allir keppendur fá verðlaunapening, þátttökugjöf, pylsu, drykk, ís og frítt í sund eftir að keppni lýkur.

Skráning skv. athugasemdum foreldra lítur svona út - láta vita ef það hefur orðið breyting þar á:

7. flokkur: Alexander, Bella, óvíst með Bjarka, Jana, Trausti og Tristan.

8. flokkur: Elvar, Kári, Reynir og Þórir.


Athugasemdir