Stefnumót KA

Stefnumót KA vorið 2021 - Búið er að uppfæra mótasíðuna okkar með nýjum dagsetningum
 
5. flokkur - 25. apríl
Sunnudaginn eftir rúma viku verður Stefnumót í 5. flokki karla. Spilaður 7-manna bolti á ¼ völl á gervigrasinu á KA-velli. Grunnhugmyndin er að það séu 5 lið saman í móti þar sem hvert lið spilar fjóra 1x20 mín leiki. Sigurvegari í hverri keppni fær bikar í sigurlaun. Allir keppendur fá pizzu og svala í mótslok. Spilað er í hollum og er hvert lið um 2 klst á svæðinu. Vegna sóttvarnarreglna þá eru einungis leikmenn, þjálfarar og starfsmenn mótsins leyfðir inn á mótsvæðinu. Ath! Þurfum að skrá fyrir þriðjudag.
 
6. flokkur - 15. maí
Laugardagur á KA-svæðinu og keppt í 5-manna bolta. Þjálfari verður að öllum líkindum í keppnisferð fyrir sunnan. Frekari upplýsingar koma inn þegar að nær dregur.
 
7. og 8. flokkur - 22. maí
Laugardagur í Boganum - Keppt í 5-manna bolta í 7. flokk og 3-manna bolta í 8. flokk. Frekari upplýsingar koma inn þegar að nær dregur.

Athugasemdir