Æfingaleikur á miðvikudaginn

Ath. 1.-4. bekkur æfir saman frá kl. 12.50-13.50 - Æfingin hjá 8. flokk fellur niður

 

Æfingaleikur á móti KA á miðvikudaginn

Leikið gegn drengjum í 5. flokk. Við spilum gegn tveim liðum. Spilað verður 2x12 mín gegn hvoru liði.

Mæting: 15:00 - Spilum: 15:30-16:30 á KA-svæðinu.

Hópurinn: Aníta, Birgir, Gabríel, Hilmar, Inga Sóley, Jóhann, Jón Barði, Maciek, Móa, Rúnar, Smári, Svavar og Tryggvi. Láta vita með mætingu í athugasemd á Facebook-síðunni.

Mikilvægt að koma klædd eftir veðri. Spilum í Magnabúningum, mætum með allan réttan búnað og ekki gleyma vatnsbrúsanum!!

 

Fyrsti leikur á Íslandsmótinu í 5. flokki verður gegn Þór 2 í Boganum á Akureyri 29. maí kl. 16.00. Næsti leikur þar á eftir verður heima á Grenivík 1. júní kl. 14.15 gegn Fjarðabyggð/Leikni. Leikjadagskráin í riðlinum hefur ekki verið staðfest og því má búast við einhverjum breytingum. Mjög líklegt þykir að fyrstu tveir leikirnir haldist óbreyttir.


Athugasemdir