Æfingaleikur á sunnudag

Við ætlum að spila æfingaleiki á sunnudaginn kl. 10.00-11.00 á KA-svæðinu við stelpur úr KA. Við setjum upp í sex liða 'mót' og höfum gaman. Ég vonast til þess að ná í tvö jöfn Magna lið. Skipt í lið á staðnum. Mæta í Magna búning! Mikilvægt að láta vita í athugasemd hvort ykkar barn mætir eða ekki.

 

Þeim sem stendur til boða að spila: Angantýr, Ari, Ágúst, Bjartur, Björg, Brynjar, Gylfi, Kristófer, Rakel, Sindri, Trausti, Tristan og Valtýr Máni.

 

Æfingum hjá okkur í 6-7. flokk seinkar um fimm mínútur núna á meðan skólinn er í gangi svo krakkarnir hafi tíma til þess að græja sig og fara niður á sparkvöll.


Athugasemdir