Arek í Magna

 
Magni hefur samið við Arkadiusz Jan Grzelak um að spila á víkinni næstu 2 árin. Arek er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir félagið, hann kemur frá Leikni Fáskrúðsfirði þar sem hann hefur leikið allan sinn feril eða 263 leiki og skorað í þeim 22 mörk og var fyrirliði liðsins. Hann er varnar og miðjumaður og kemur til með að styrkja Magnaliðið mikið á komandi tímum.
 
Velkominn á víkina Arek

 


Athugasemdir