Heimaæfing - 11. nóvember

4-5. flokkur

Útihlaup á miðvikudag! 

Ég verð á Grenivík frá kl. 15.15 - 16.15 og merki við alla krakkana sem hlaupa framhjá mér! Þau hlaupa í kringum bæinn eins og sést á myndinni en þeir sem eru extra duglegir taka tvo hringi! Skora sérstaklega á þessi elstu að hlaupa meira. Rúnar býr í sveitinni og má því senda mér mynd til sönnunar ;)

Kahoot - Spurningakeppni - kl. 16.30 - Við þurfum tölvu þar sem við opnum þessa slóð --> https://meet.google.com/fwk-qwqv-jrz - Þurfum einnig síma/ipad til þess að svara spurningunum.

 

6-7. flokkur

Ég vil hvetja þá sem eru í 6. flokki að plata mömmu eða pabba til þess að taka einn hring í kringum þorpið eins og eldri krakkarnir. Annars er í góðu lagi að gera sömu æfingu og 8. flokkur. Fyrir þá sem vilja bara hafa bolta við tærnar og fá krefjandi verkefni hvet ég ykkur til þess að prófa þessa æfingu!

 

8. flokkur

Við ætlum að fara í leik sem heitir Teningatækni spilið. Þessi leikur var mjög vinsæll í vor, þá sérstaklega því hann hentar þessum aldri mjög vel og fjölskyldan leikur með. 

 


Athugasemdir