Heimaæfing - 15. apríl

Sæl öll. Heimaæfingar hefjast nú aftur eftir páskafrí. Það er mikilvægt að krakkarnir séu duglegir að hreyfa sig og vera úti sem mest þó svo að við getum ekki mætt á æfingar. Eftir gleðifréttirnar sem komu í gær að þá styttist í að við fáum að æfa aftur saman og viljum við vera klár í slaginn í sumar. Því bið ég ykkur um að hvetja þau til þess að æfa sig sjálf í þeim æfingum sem ég legg fyrir. Við þurfum lítið sem ekkert pláss til þess að framkvæma æfingarnar og það er hægt að gera þær hvenær sem er.

3-4. flokkur

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem ekki eru í öðru íþróttastarfi heldur en í þrek- og styrkartímunum hjá Magna að halda sig við efnið og hreyfa sig. Ég mæli með því að setja sér markmið og/eða fylgja íþróttamönnum á samfélagsmiðlum. Silja Úlfars er ein af okkar öflugustu þjálfurum og er hún mjög virk inn á Instagram síðu sinni. Þar eru mjög góðar hlaupaæfingar.

Þið ætlið að gera þessar tækniæfingar í dag.

5-6. flokkur

Það eru allskonar leikir í gangi á samfélagsmiðlum þar sem er verið að hvetja krakka til þess að hreyfa sig. Knattspyrnuakademía Norðurlands og Sandra María Jessen landsliðskona eru virk inn á Instagram.

Æfingarnar sem við ætlum að gera í dag hjálpa okkur mikið á vellinum ef að við náum stjórn á hreyfingunum. Ég mæli með að horfa vel á myndbandið og ná æfingunum 100% áður en haldið er áfram í næsta skref.

6-7. flokkur

Við ætlum a halda áfram að ná stjórn á grunnhreyfingunum í knattstjórn. Það skiptir sérstaklega miklu máli að vera hvetjandi á þessum aldri svo að krökkunum finnist spennandi að gera æfingarnar.

Krakkarnir geta einnig skemmt sér og farið með foreldrum/systkynum í Bolta Snákaspil Magna sem ég útbjó fyrir 8. flokk.

8. flokkur

Hér er endurgerð útgáfa af Bolta Snákaspili Magna sem er sérstaklega ætlaður þessum aldurshóp. Þið þurfið tening, bolta og félaga með ykkur til að spila við! Látið mig vita og ég sendi ykkur leikinn í PDF-formi svo þið getið prentað hann út.

Peppmyndband

Það er ekkert sem kemur manni meira í gírinn fyrir æfingar en að horfa á Sjandrés Vilhjálmsson.

Hér er síðan upprunalega útgáfan með Zlatan Ibrahimovic.

 

 


Athugasemdir