Heimaæfing - 17. apríl

Það er gott að nýta veðrið í dag og fara upp á sparkvöll, taka með sér nokkra vettlingar, húfur eða hvað sem er í staðinn fyrir keilur. Við eigum eftir að æfa þar eitthvað á næstunni og því gott að venjast honum sem fyrst!

 

5-6. flokkur

Andreas Kornmayer er styrktarþjálfari Liverpool og ætlar hann að taka okkur í gegnum upphitun með því að sýna nokkrar æfingar sem styrkja samhæfinguna og Core-ið. Best er að vera berfætt með dýnu.

HK eru með flotta knattraksæfingu sem við ætlum að gera í dag. Æfingarnar virðast einfaldar en skoðið vandlega hreyfingarnar. Við gerum æfingu númer 1 og æfingu númer 2.

 

6-7. flokkur

Þjálfararnir hjá Þrótt Reykjavík eru með skemmtilega sendingaræfingu sem er hægt að gera heima en ég mæli með að fara á sparkvöllinn. Reynum að vanda okkur að gera æfinguna rétt.

 

8. flokkur

Grótta sýnir okkur hérna nokkrar einfaldar tækniæfingar sem við gerum á ferð. Æfingarnar eru vel útskýrðar á sama tíma og hún framkvæmir þær.

 

Peppmyndbönd

Ég mæli með því að krakkarnir horfi á íslenska leikmenn sem hafa komið úr svipuðu/sama umhverfi og þau sem hægt er að tengja betur við. Þættirnir um Eið Smára Guðjohnsen eru algjör snilld, hægt er að horfa á þá inn á Sjónvarpi Símans Premium. Ef þið eruð ekki með neina áskrift er verið að sýna á Frelsinu leikina frá HM 2018 þar sem Ísland tók þátt í fyrsta sinn. Mjög skemmtilegt að hlusta á Gumma Ben lýsa leikjunum.

 


Athugasemdir