Heimaæfing - 25. mars

Áfram höldum við að gera æfingar heima. Við þjálfararnir reynum að setja upp æfingarnar á þeim dögum sem krakkarnir æfa með hverju félagi svo við náum öll að halda uppi daglegri venju. Það gerir þó ekkert til ef að krakkarnir gera æfingarnar aðra daga. Það væri frábært ef ég fengi mynd/myndbönd frá fleiri heimilum svo ég geti fylgst með hvernig gengur að gera æfingarnar.

3-4. flokkur

Útihlaup og brekkusprettir. Það er búið að vera frábært veður og tilvalið að fara út og fá ferskt loft í lungunn. Þið hlaupið einn hring í kringum víkina og takið síðan fimm brekkuspretti (lengdin eru tveir ljósastaurar - gengið niður rólega á milli).

5-6. flokkur

Við ætlum að vinna með snúninga og létta fótavinnu í dag. Gott er að fá systkyni eða foreldri með sér til þess að gera æfingarnar. Eysteinn Húni er reynslumikill þjálfari sem setur upp þessar frábæru æfingar, mæli einnig með að skoða og æfa sig í öllum hinum myndböndunum hans! Myndböndin eru í númeraröð.

Snúningar: 1. Utan fótar sópur og 2. Innan fótar sópur, 14. Marschall, 15. Júgóslavi, 16. Ginola, 17. Knattraksnúningur, 24. Jonsson og 30. Maradona

Fótavinna með bolta: 7. Zoran og 36. Riverdance + Aukaæfing fyrir þá sem þora (mjög erfitt)

6-7. flokkur

Heimaæfingin er í leikformi en það heitir Teningatækni spilið. Við þurfum að fá systkyni eða foreldri með okkur. Áður en við byrjum þurfum við nokkur áhöld, þau er: bolti, teningur, blað og penni.

7-8. flokkur

Heimaæfingin er í leikformi en það heitir Teningatækni spilið. Við þurfum að fá systkyni eða foreldri með okkur. Áður en við byrjum þurfum við nokkur áhöld, þau er: bolti, teningur, blað og penni.

Peppmyndbönd

Það getur verið erfitt að bíða heima á þessum tímum en þá er gott að hugsa um hvað það verður skemmtilegt að fara á öll mótin í sumar. Hvað ætla ég að gera til þess að verða enn betri í sumar? Æfa mig oftar sjálf/ur? Fara út að hlaupa? Borða hollar? Fara að sofa fyrr? Hér er klippa af landsliðsmönnunum okkar og þegar þeir kepptu á N1-mótinu.

Það er mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér og að þora að dreyma stórt. Því allir draumar geta ræst.


Athugasemdir