Hin hliðin - Ágúst Þór

Fullt nafn: Ágúst Þór Brynjarsson

Gælunafn: Gústi Púst

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: föstu

Vinna/skóli: King Háskólinn á Akureyri

Eftirminnilegur leikur með Magna: Þeir eru ekki margir leikirnir til að velja úr hingað til þar sem ég er alveg glænýr Magnaður Magnamaður en ætli hann verði ekki þegar við þjófstörtum Þjóðhátíð í fyrstu umferð útí Eyjum

Uppáhalds drykkur: Leppin sport er hax

Uppáhalds matsölustaður: Burro

Hvernig bíl áttu: Svartur Volswagen Polo eða Pele eins og ég kalla hann

Hver er lélagastur í reit: Það er án efa Taam (Tómas Örn) drottinn minn dýri það liggur við að maður þurfi að þvo augun með sápu eftir að horfa á hann í reit

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Eins og er þá eru það Vikings

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Jay Jay þarf ekki annað en að taka introið á When you’re around og Gústarinn er kominn í gírinn

Átrúnaðargoð í æsku: frændur mínir Elfar og Baldur (8 caps) Qtasynir voru og eru alltaf mínir menn sem ég lít upp til

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? horfa á Gunnar á Völlum þættina á mbl.is. Það er eintóm veisla

Fyndnasti liðsfélaginn: Verð að gefa Tomma það, þvælan sem kemur út úr einum kjafti er í raun galið

Besti samherji: Við Tommi erum flottir saman finnst mér

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Axel Freyr Harðarsson leikmaður Gróttu er ekki meiddur þá eru ekki margir betri, remember the name

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: Ísland-Austurríki á EM

Sætasti sigurinn: ...

Mestu vonbrigðin: Hárið á Tomma, hann veit að hann getur gert betur og ég bið einfaldega um smá standard.

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Spicearinn, ekkert eðlilega nettur gæi

Uppáhalds lið í enska: Arsenal í gegnum súrt og sætt, aðallega súrt samt

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Baldur Ingimar 8caps Aðalsteinsson.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Óskar Páll Davíðsson

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ætli það sé ekki þegar Halldór Árni Þorgrímsson varði þrjú víti í sama leik, sturlaðar senur sem sáust þar

Besta bíómyndin: Mamma Mia

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Alex Ívan er fyrsti maður á blað, gott að hafa einhvern með verkvit, Tommi munnræpa fengi að koma með til að halda uppi áhugaverðum samræðum og svo tæki ég Bassa til að koma okkur heim

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Eyjapeyjar

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er Þríburi


Athugasemdir