Hin hliðin - Björn Andri

Fullt nafn: Björn Andri Ingólfsson

Gælunafn: Bubbi, Bjási

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: pikkfastur

Vinna/skóli: íþrótta- og heilsufræði og svo smiður á sumrin

Eftirminnilegur leikur með Magna: margir eftirminnilegir úr yngri flokkum með Magna góðir og slæmir. 16-0 tap á móti KA kemur fyrst upp í hugann

Uppáhalds drykkur: Burn eða bruni eins og ég kalla hann

Uppáhalds matsölustaður: Kontorinn þegar hann var og hét

Hvernig bíl áttu: á Toyota Yaris en lykillinn er týndur þannig að hann fer ekki mikið

Hver er lélagastur í reit: Steini dogg er annað hvort bestur eða lélegastur í reit, oftar lélegur þannig að hann fær mitt atkvæði

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Inbetweeners

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Er almennt hrifinn af vitleysunni sem Oddgeir spilar fyrir leiki

Átrúnaðargoð í æsku: Ronaldinho og svo fannst mér Adriano í Inter

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Bara vera inni og spila tölvuleiki eins mikið og þið getið

Fyndnasti liðsfélaginn: lilli frændi er alveg kex ruglaður, gaman að því

Besti samherji: Hjörvar Sigurgeirs

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Óttar Magnús er helvíti öflugur

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: Liverpool - AC Milan 2005

Sætasti sigurinn: KA-Þór 2014 unnum Þórsarana í vító

Mestu vonbrigðin: Komast ekki upp með KF 2018 var svekkjandi

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: ekki hugmynd en geri ráð fyrir því að Rúnar og Ágúst geri lítið annað en að spegla sig

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri veisla að fá Gary Martin

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: fékk beint rautt í æfingaleik í Tyrklandi Ásamt öðrum fyrir minnstu sakir.

Besta bíómyndin: Rambo 4

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hjörvar því hann er góður vinur og handlaginn, el baz því hann er reynslubolti og Ingó því hann er vitleysingur. Gott að hafa einn vitleysing með

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Magni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég er frábær í pílu.


Athugasemdir