Hin hliðin - Kristinn Þór

Fullt nafn: Kristinn Þór Rósbergsson

Gælunafn: Krissi, K.Rose

Aldur: 27 ára

Hjúskaparstaða: Í sambúð

Vinna/skóli: Sjúkrahúsið á Akureyri og að klára nám í vor

Eftirminnilegur leikur með Magna: 4-3 sigur gegn Huginn sumarið sem við fórum upp. Hefðum átt að vera svona 0-5 undir í hálfleik en náðum á einhvern ótrúlegan hátt að vinna leikinn, Red Dench með winner á 93 og reif sig úr að ofan. Aðrar eins senur hafa held ég aldrei sést á Víkinni.

Uppáhalds drykkur: Kristall í dós

Uppáhalds matsölustaður: Moorthy er yfirburðar (Indian Curry Hut)

Hvernig bíl áttu: Suzuki Vitara og Polo

Hver er lélagastur í reit: Ég klobba Gauta að vild

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break best of all time en í dag steinligg ég yfir Love Island

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Misjafnt

Átrúnaðargoð í æsku: Allen Iverson

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Fyrst og fremst njóta samverunnar með fjölskyldunni, gefst sennilega aldrei aftur jafn mikill tími í það.

Fyndnasti liðsfélaginn: Stubbu vinu minn gínast mikið

Besti samherji: Arnar Geir Halldórsson

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Dettur enginn einn í hug en Breiðablik í bikarnum í fyrra var ágætis brekka

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: United-Bayern 99

Sætasti sigurinn: Með Magna er sigurinn á ÍR í lokaleiknum 2018 sennilega sá sætasti

Mestu vonbrigðin: Að fá 7 gul spjöld í fyrra, lofa það gerist ekki aftur

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Hef ekki mikla reynslu af því úr núverandi leikmannahóp en ég hugsa að Lexi eyði töluverðum tíma þar

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Atli Sigurjóns myndi koma mér mjög reglulega í færi, vanur svörtu og hvítu líka.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi og Ronaldo, tek ekki þátt í samanburði á þeim.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Lini skoraði frá miðju einu sinni og sannaði þar með að allt er hægt.

Besta bíómyndin: Coach Carter

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Stubb og Tom til að tuða í hvor öðrum og Steinar til að hlæja af þeim og ég væri góður.

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Þór

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Borða ekki harðfisk


Athugasemdir