Höttur - Magni í 5. flokki - Íslandsmót

Fellavöllur
Fellavöllur

Magni leikur í sumar í Íslandsmóti í 5. flokki karla 10 leiki í B-keppni í E-riðli. Líklegt þykir að sumir leiktímar verði færðir til í sumar þá í samráði við hin félögin. Það má sjá riðil okkar með því að smella hér.

Við leggjum af stað frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 13.00 á miðvikudag. Leikið verður gegn Hetti í Fellabæ (gervigrasvöllur - sem að mig minnir svertir föt og skó) klukkan 16.50. Spilaður verður 8 manna bolti, leiktími 2x20 mínútur með 5 mínútna vatnspásu. Foreldrafélagið býður okkur í veislumat á Egilsstöðum að leik loknum og greiðir niður eldsneytis kostnað. Áætluð heimkoma um klukkan 22.00. Taka með nesti/vasapening, stoppað verður í kjörbúð á Mývatni. Ég vil einnig biðja krakkana um að taka með allan búnað, takkaskó, treyju, legghlífar, vatnsbrúsa, hlý föt, handklæði og föt til skiptanna.

Magnarútan stendur okkur til boða en þá þurfum við foreldri sem má keyra svona meyrt farartæki. Rútan tekur 13+1 og því kemst aðeins eitt foreldri með þjálfara ef allir leikmenn fara.

Ég fékk undanþágu fyrir að þau sem eldri eru en hafa æft í vetur fái að spila niður um flokk. Drengir í 4. bekk fylla upp í liðið. Þeir sem eru boðaðir í þessa keppnisferð og gera grein fyrir þátttöku sinni á Facebook-síðunni: Birgir, Bjarni, Elmar, Gabríel, Hrafnkell, Jasmín, Jóhann, Olgeir, Tómas, Kristín, Sigríður Edda og Vésteinn.

Mbkv, Anton Orri

 


Athugasemdir