Íslandsmótsleikir og æfingar

Þessi æfingavika
 
Hefðbundnir æfingatímar á sparkvellinum á mánudag og miðvikudag.
 
Æfingatafla sumarsins
 
Það er verið að teikna upp æfingatöflu sumarsins. Reikna má með æfingar verði einhverntíman á milli kl. 14.00-17.30 fjóra daga vikunnar en tvo daga hjá 8. flokk. Einnig er það óljóst hvenær hún tekur í gildi þar sem ég verð á knattspyrnumóti í Vestmannaeyjum 9.-12. júní. Æfingataflan ætti að birtast í vikunni.
 
KA3 - Magni - Föstudagur - 5. júní
 
Íslandsmótsleikur sem hefur verið færður fyrr frá 21. júní. Leikurinn fer fram núna á föstudaginn á KA-velli kl. 14.00-15.15 - Mæting 13.30 klár í upphitun.
 
Skrifa mætingu í athugasemd svo ég geti reddað auka mönnum ef þess þarf. Hópurinn: Aníta, Baldur, Hilmar, Jón Barði, Katla, Kristjana, Maciej, Móa, Selma, Siggi, Smári, Svavar og Tryggvi.
 
Fjarðabyggð/Leiknir - Magni - Mánudagur - 7. júní
 
Íslandsmótsleikur sem fer fram á Neskaupsstað. Leikurinn er settur á kl. 17.15 en verður vonandi spilaður kl. 16.00. Staðfestir tímar og upplýsingar um ferðina berast þegar að nær dregur. Brottför yrði þá ca. kl. 10.30 og heimkoma ca. kl. 23:00. Við förum á allavega öðrum Magnabílnum sem að allir með ökuleyfi mega aka. Hvaða foreldrar eru klárir í að fara í þessa ferð?
 
Skrifa mætingu í athugasemd svo ég geti reddað auka mönnum ef þess þarf. Hópurinn: Aníta, Baldur, Hilmar, Jón Barði, Katla, Kristjana, Maciej, Móa, Selma, Siggi, Smári, Svavar og Tryggvi.
 
Morgunæfing - 7. júní
 
Ef að leikurinn fyrir austann verður á þessum tíma stefni ég á morgunæfingu fyrir krakkana í 6. og 7. flokk ca. kl. 9.30-10.30. Sprækir 8. flokks krakkar mega einnig mæta. Auglýsi þessa æfingu betur þegar að leiktíminn í 5. flokki hefur verið staðfestur.

Athugasemdir