Keppnisdagur 4 - N1-mótið

Þá er komið að fjórða og síðasta deginum. Magni leikur um 17.-20. sæti í E-keppni á N1-mótinu. Elmar meiddist í gær og dugar því ekkert minna en að fylla hans skarð með fjórum glænýjum og sprækum gæjum úr 4. bekk út mótið!

Krakkarnir hafa staðið sig vel á mótinu þrátt fyrir að mörg úrslit hafi fallið gegn okkur. Allir leikirnir hafa verið baráttumiklir, gefið lítið af færum á okkur og gjörsamlega allt skilið eftir á vellinum. Það sem stendur upp úr hjá undirrituðum þegar þetta er skrifað eru stórbrotnar markvörslur hjá Hrafnkel, ótruleg mörk hjá Bjarna og Jasmín ásamt fagni Ollu (tvöfalt heljarstökk með þrefaldri skrúfu) sem hefði skilað henni toppeinkunn á íslandsmótinu í fimleikum.

Aðeins tveir leikir eftir:

Undanúrslit - Kl. 9:10 - Völlur 7 - Magni 1 - KA 9

Leikur um 17. eða 19. sæti - kl. 13:50 - Völlur 5 eða 7 - Magni 1 - KR 5 eða Valur 5

Anton og Hildur mæta á fararstjórafund í kvöld kl. 22:00 og koma gagnlegum upplýsingum áfram til foreldra.

 


Athugasemdir