Kristófer mættur á víkina

Sóknarmaðurinn öflugi Kristófer Óskar Óskarsson er kominn með félagaskipti yfir í Magna. Kristófer gerði sér lítið fyrir og skoraði í frumraun sinni með okkur í Mjólkurbikarnum í 2-0 sigri á KF! Hann ætti að vera mörgum kunnugur en hann er uppalinn í Fjölni en spilaði með Aftureldingu síðasta tímabil þegar hann skoraði 8 mörk í 16 leikjum í Lengjudeildinni.
Við bjóðum Kristó hjartanlega velkominn og hlökkum til þess að sjá hann í svörtu og hvítu í sumar.
 
 
 

Athugasemdir